Eimreiðin - 01.05.1917, Page 30
9°
að kveðja fyrst, þá brott er vit og gát
Ég kveð og kveð án sorgar hismið, hrósið,
alt heimsins stríð rneð blekking, synd og fát.
Hið sanna, góða og fagra finnur veginn.
Far vel! Far vel! — Og sjáumst hinumegin.
I þessu kveðjuljóði er nokkur svanasöngs-hreimur, en sem betur
fór var þetta eigi hinzta kveðja hans né síðasta ljóð; mörg gullfögur
ljóð hafa liðið af vörum hans síðan og io Matthísardagar hafa síðan
yfir oss liðið að þessum meðtöldum; og enn höfum vér skáldjöfurinn
meðal vor, ernan og tígulegan, eins og ekkert hefði í skorist. Enn í
dag söfnumst vér fagnandi um hann, og það fleiri en nokkru sinni
áður, ekki innan fjögra veggja, við borð vel búið vistum og víni, því
nú er öldin önnur en fyrir io árum, — heldur undir heiðum himni
með Súlur og Vindheimajökul að baki og Pollinn og Vaðlaheiði fram,
undan, minni né óveglegri sal gátum vér ekki boðið skáldjöfrinum
áttræða inn í, á þessum mikla og fágæta merkisdegi æfi hans — og
hér má með sanni segja, að »elska og virðing salinn tjalda«. —
En þótt fögnuður vor sé mikill á þessarri hátíðlegu stundu, þá
erum vér þó venju fremur klökkir í hugá.
Á sjötugasta afmæli hans þótti oss sem æfisól skáldsins okkar
rnyndi vera sem næst miðaftanstað og því öllu enn óhætt, enda hefur
og sú orðið reyndin á, — en þegar hún er gengin í náttmálastað,
fyilumst vér ósjálfrátt kvíða, því vér vitum, að sólarlagið er þá í nánd
og nóttin dottin á, þegar minst varir, vitum, að enginn má sköpum
renna, — en vitum jafnframt að þetta sólarlag verður dýrðlegra en
hið fegursta eyfirzka hásumarsólarlag, þegar sól hnfgur eigi í sæ, en
hverfur bak við Kaldbak hinumegin fjarðarins, felur sig þar skamma
stund sjónum vorum, en slær þaðan skínandi dýrðarljóma um loft og
láð; — því skáldin eru guðlegrar ættar, lífssól þeirra hverfur aldrei í
sæ, verður aldrei affjalla, og þegar hún rennur á bak við Kaldbak
þessarar tilveru, lýsir oss bjarmi hennar hérnamegin um aldir, ljósið,
sem hin guðlega andagift skáldanna hefur tendrað, sloknar aldrei, en
lýsir oss og vermir frá kyni til kyns.
Og þó — megum vér ekki hugsa til þess, að lífssól skáldsins
okkar ástsæla hverfi á bak við Kaldbak, getum ekki til þess hugsað,
að skáldjöfurinn hverfi oss sjónum, viljum með engu móti missa hann
'úr litla bænum okkar. Við kvíðum svo fyrir því, hve kotbærinn okkar
minkar, þegar hann fer; eyðan eftir hann verður svo mikil, að hún
eigi verður fylt í bráð. Okkur finst sem við — fólkið f bænum okkar
verði »alt svo fallega jafnt«, þegar hann hverfur og »flatt eins og
blessaður* fjörðurinti okkar og eyrin lága; það verði enginn, sem beri
höfuð yfir múginn, og eigi eingöngu við, heldur þjóðin í heild sinni
verði höfði lægri — í svipinn. — í’etta er ömurleg tilhugsun.
En það voru einmitt þessar eða þvílíkar hugsanir og tilfinningar,
er leiddu til þess, að Stúdentafélaginu hér í bænum, sem getur miklast
af því, að eiga skáldjöfurinn að heiðursfélaga og njóta andríkis hans
á hveijum fundi, hugkvæmdist það snjallræði, að láta móta svip og
höfuðgerfi skáldsins okkar í varanlegan málm, setja svipmót þetta á