Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Síða 38

Eimreiðin - 01.05.1917, Síða 38
98 heldur fór að renna af honum hræðslan, ræður hann til aftur, því hann hafði gaman af að heyra, hvað það segði; en það fór aftur á sömu leið og fyr. Honum sárnar nú við sjálfan sig og harkar af sér, sem hann kann. Hann ræður þá til í þriðja sinn, lýkur upp skálanum, og ber sig að standa við. Sér hann þá, að þetta er lóbaggahundur, sem talar enn.til hans og segir: »Kjóstu mig, Hringur kóngsson!« Hann flýtir sér nú burtu lafhræddur og hugsar með sér: »Ekki er hérna mikil gersemi«. En annars vegar varð honum það minnisstætt, sem hann heyrði í skálanum. Eess er ekki getið, hvað lengi hann var þarna hjá risanum. En einn dag kemur risinn til hans, og segist nú vilja koma hon- um til lands úr eynni, því hann kvaðst eiga skamt eftir ólifað. Pakkar hann nú kóngssyni fyrir góða þjónustu og segir, að hann skuli kjósa sér einhvern hlut úr eigu sinni, því hann skuli eflaust fá það, sem hann girnist. Hringur þakkar honum kærlega, og kvaðst ekki eiga hjá honum borgun fyrir viðvik sín, þar þau væru þess ekki verð; en fyrst hann vilji gefa sér nokkuð, þá kjósi hann það, sem sé í eldaskálanum. Risanum varð bilt við og mælti: »þar kaustu hægri hönd af dyrgju minni; en þó má ég eigi brigða orð mín«. Síðan fer hann og sækir hundinn. Pegar hundurinn kemur, með mikilli ferð og feginleika, verður kóngsson svo hræddur, að hann átti nóg með að harka af sér, að eigi bæri á því. Síðan fer risinn með hann til sjávar. Þar sá hann stein- nökkva, sem ekki var stærri en svo, að hann naumast bar þá báða og hundinn. En er þeir voru komnir til lands, kveður risinn Hring vinsamlega og segir, að hann megi eiga það, sem sé í eynni eftir sinn dag, og vitja þess að liðnum hálfum mánuði, því þau verði þá dauð. Kóngsson þakkar honum vinsamlega bæði fyrir þetta og annað gott undanfarið. Risinn fór nú heimleiðis, en kóngsson gekk eitthvað upp frá sjónum. Hann þekti ekki landið, sem hann var staddur á, en þorði ekki að tala neitt til hundsins. Þegar hann er búinn að ganga þegjandi um hríð, þá talar hundurinn til hans og segir: »Ekki þykir mér þú vera forvitinn, að þú skulir ekki spyrja mig að nafni«. Kóngssonur bar sig þá að segja: »Hvað heitirðu?« Hundurinn segir: »það er bezt að kalla mig Snata-Snata. En nú komum við heim að einu kóngsríki, og skaltu biðja kóng veturvistar, og að hann ljái þér lítið herbergi fyrir okkur báða«. Kóngssyni fer nú að minka hræðslan við hundinn. Hann

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.