Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Síða 40

Eimreiðin - 01.05.1917, Síða 40
IOO mælgi Rauðs, þótt honum væri nauðugt, og einn dag biður hann Hring að fara og ’drepa fyrir sig nautin, sem þar séu á skógnum, og færa sér af þeim hornin og húðirnar að kvöldi. Hringur vissi ekki, hvað ill nautin voru viðureignar, og tekur vel máli kóngs. Fer hann nú þegar af stað. Rauður verður nú glaður við, því hann taldi Hring þegar dauðan. Pegar Hringur kemur í augsýn nautanna, koma þau öskrandi á móti honum; var annað hræðilega stórt, en hitt minna. Hringur verður ákaflega hræddur. Pá segir Snati: »Hvernig lízt þér nú á?« — »Illa«, segir kóngsson. Snati segir: »Ekki er um annað að gera fyrir okkur, en að ráðast að þeim, ef vel á að fara, og skaltu ganga á móti litla nautinu, en ég á móti hinu«. í sama bili hleypur Snati að stóra bola og er ekki lengi að vinna hann. Kóngsson gengur skjálfandi móti hinum, og þegar Snati kemur, þá var nautið búið að leggja Hring undir; var hann nú ekki seinn að hjálpa húsbónda sínum. Síðan flógu þeir sitt nautið hvor; en þegar Snati var búinn að flá stóra nautið, var Hringur vart búinn að hálf-flá hitt. Um kvöldið, þegar þeir voru búnir að þessu, treysti kóngs-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.