Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 43

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 43
103 um fjögur flögð liggja sofandi við eld, og stóran grautarpott upp yfir. »Nú skaltu sá öllu saltinu ofan í grautarpottinn«, segir Snati. Hringur gerir það, og að því búnu vakna flögðin. Gamla kerl- ingin, er var óttalegust þeirra allra, fer nú fyrst að smakka á grautnum og segir: »Nú er grauturinn saltur, hvernig stendur á því? Eg sem seiddi mjólkina úr fjórum kóngaríkjum í gær, og þó er hann nú salturc. Samt fara nú flögðin að sleikja grautinn, og þykir gott. En þegar þau eru búin, þyrstir kerlingu svo mjög, að hún þolir ekki við. Biður hún þá dóttur sína að fara út og sækja sér vatn í móðuna, sem þar var skamt frá. »Eg fer ekki«, segir hún, »nema þú ljáir mér lýsigullið góða«. — »þó ég drepist, færðu það ekki«, segir kerling. »Drepstu þá«, segir stelpan. »Farðu þá, stelpan þín, og taktu það, og flýttu þér svo með vatnið«, segir kerling. Stelpan tekur gullið og hleypur út með það; glampar þá af því um völlinn.. Pegar hún kemur að móð- unni, leggur hún sig ofan að vatninu og fer að drekka. En á meðan hlaupa þeir ofan af glugganum og stinga henni á hausinn ofan í móðuna. Kerlingu tekur nú að leiðast eftir drykknum og segir, að stelpan hafi víst farið að hoppa með lýsigullið um völlinn. Segir hún þá við son sinn: »Farðu og sæktu mér vatnssopa*. — »Eg fer ekki«, segir hann, »nema ég fái gullskikkjuna góðu«. »Bó ég drepist, þá færðu hana ekki«, segir kerling. »Drepstu þá«, segir hann. »Farðu þá, strákur, og sæktu hana; en flýta máttu þér með vatnið«, segir kerling. Hann fer nú í skikkjuna, og þegar hann kemur út, glampaði af henni, svo hann sá til að ganga. Hann kemur nú að móðunni og fer að drekka, sem systir hans. því hlupu þeir Hringur að honum, færðu hann úr skikkjunni og fleygðu honum í móðuna. Kerling þolir nú ekki við fyrir þorsta og biður karl sinn að sækja sér að drekka. Segir hún, að krakkarnir hafi sjálfsagt farið að hoppa og leika sér úti, eins og sig hafi grunað, þó hún hefði farið að gegna kvabbinu úr þeim, óhræsunum þessum. »Eg fer ekki«, segir karlinn, »nema þú ljáir mér gulltaflið góða«. — »f)ó ég drepist, þá, færðu það aldrei«, segir kerling. »Eg held þú megir þá fara«, segir karlinn, »fyrst þú vilt ekki vinna til, að gera svo litla bón fyrir mig«. — »Taktu það þá, afmánin þín, fyrst þú ert eins og krakkarnir«, segir kerling. Karl fer nú út með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.