Eimreiðin - 01.05.1917, Side 44
104
gulltaflið, gengur að móðunni og fer að drekka. Með það koma
þeir, taka af honum taflið og stinga honum í móðuna. En áður
en þeir eru komnir upp á hellinn aftur, kemur karltötrið aftur-
genginn úr móðunni. Snati hleypur þegar móti honum, og Hringur
ræðst á hann líka, þó með hálfum huga; og eftir harða glímu
geta þeir unnið hann í annað sinn.
En þegar þeir koma upp á gluggann, þá sjá þeir, að kerling
4. Hringnr og Snati vinna á tröllkarlinum afturgengnum.
er farin að akast fram eftir gólfinu. Pá segir Snati: »Nú er
okkur annaðhvort að gera, að fara inn og reyna að vinna á henni,
því ef hún kemst út, þá verður hún óvinnandi; því þetta er hið
mesta flagð, sem til er, og á hana bítur ekkert járn. Skal nú
annar okkar ausa á hana sjóðandi graut úr pottinum, en hinn
skal klípa hana með glóandi járni«. Peir fara nú inn. Pegar
kerling sá Snata, talar hún til hans og segir: »Pú ert þá kominn,
Hringur kóngsson! Pú munt hafa séð fyrir bónda mínum og