Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 46
io6 honum það, fyrst svona hafi staðið á, þótt hann hefði leitast við að verja líf sitt, og eigi Rauður sökina að sjálfum sér, og sé hann dauða verður. Var Rauður síðan hengdur, en Hringur drakk brúð- kaup sitt til kóngsdóttur. Fyrstu nóttina, sem þau hvíldu saman, biður Snati Hring að lofa sér að liggja á fótum þeirra. Hringur veitir honum það. Nú ganga brúðhjónin í eina sæng og Snati upp í til fóta þeirra. Um nóttina heyrir Hringur eitthvert ýl og ólæti þar hjá þeim. Hann kveikir með flýti ljós, og sér þá, hvar óvenjulega ljótur hundshamur liggur á þiljunni, en fríður kóngsson í sænginni. Hann tekur þegar haminn og brennir hann, en dreypir á kóngs- son, sem lá í óviti, svo hann raknar við. Brúðguminn spyr hann að heiti, en hann segist heita Hringur, og vera kóngsson. Kveðst hann á æskuárum hafa mist móður sína, en faðir sinn hefði í hennar stað fengið flagð fyrir drotningu. Hefði hún lagt á sig, að hann skyldi verða að hundi, og ekki komast úr þeim á- lögum, nema kóngsson, sem héti sama nafni og hann, lofaði sér að liggja á fótum sínum fyrstu nóttina, sem hann svæfi hjá konunni. Enn fremur sagði hann: »Fegar hún vissi, að ég eign- aðist þig fyrir nafna, þá vildi hún reyna að ráða þig af dögum, svo þú yrðir ekki til að frelsa mig úr álögunum. Hún var hindin, sem þú og félagar þínir eltu forðum, konan, sem þú fanst j rjóðrinu hjá tunnunni, og flagðið, sem við drápum í hellinum núna fyrir skemstu«. Eftir að veizlutíminn var liðinn, fara þeir nafnar og fleiri á björgin og flytja alt þaðan heim til borgarinnar. Einnig fóru þeir í eyna og tóku það, sem þar var fémætt. Hringur gaf nafna sínum, er fór úr álögunum, systur sína Ingibjörgu, og föðurleifð sína til umráða. En sjálfur var hann með kóngi tengdaföður sínum, og hafði hálft ríkið, meðan kóngur lifði, en alt eftir hans dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.