Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Page 47

Eimreiðin - 01.05.1917, Page 47
io7 Jón Jakobsson. (Skurðhagur, listaskrifari, málfróður og ljóðelskur. — tíjó við útsker norður á Tjörnesi — í fátækt). Pú útsjón mikla, er engin verðlagsskrá til aura gulls né sifurdala metur, um náttarþel, er norðurljósin kljá þann neistavef, sem á hinn ríki vetur, með augna minna orkulitlu sýn að útskerinu sný ég vegu kalda, er mararfang af maureldunum skín og máni selur bárum gull í falda. Er norðurljóssins kvikar bylgjublak, við brúnir fjallsins nemur síð á kveldi, og sitt hið mikla báran reisir bak og byltist um í sínu regin-veldi, — í bygðina ég mæni þá til þín, sem þröngbýl er, og geðjast reyndar fáum, og einnig þegar ljóðar lögin sín hin ljósmötlaða gola á firði bláum. Eg kem til þín, er kalda byggir sæng í kallinu, sem hreykir steini bauta. Að láni tekur sál mín vindsins væng og verpur sér í milli himinskauta. Við héluglugga hróðrar þröstur minn með höfði lyftu reynir tæki fengin; hann vildi geta vininn ljúfa sinn til viðtals kallað, þann sem nú er genginn. Hinn snauða, er átti auðlegð andans fjár við útskerið, sem norðurhafsins bylgja þá hvítu tásu lyppar niðrí lár, og lætur þeirri iðju kvæði fylgja; — hinn ríka mann, er átti andans sjón um Iðavöll og kringum brunninn norna, frá Heljarsókn að Háva konungs trón, frá Hellulandi og austur að glóðum mor(g)na.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.