Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Page 51

Eimreiðin - 01.05.1917, Page 51
111 Vítalis, sem skrifuð var um 1130, þar sem segir, að Magnús konungur hafi, áður hann félli, snúið bakinu að tré og skýlt sér með skildi. Bugge hyggur og, að merki á skjöldum kunni að hafa verið notuð nokkra hríð, áður en þau voru grafin á innsigli; en frá þeim tíma er venjulega talinn uppruni þeirra. Að máiaðir skildir hafi verið notaðir á Vesturlöndum um það skeið, er Magnús konungur fór fyrstu ferð sína í vesturveg, á það bendir vísuorð í erfikvæði Gísls Illugasonar um konunginn, þar sem hann lýsir falli Huga jarls prúða (Hugo af Shropshire) í Öngulseyjarsundi: varð hertoga kapps vel skrifuð hlíf at springa fyr konungs darri. ‘Skrifuð’ þýðir hér auðvitað máluð, og dregur Bugge þar af þá ályktun, að hér muni vera að ræða um mynd heraldisks eðlis (»vel skrifuð*) og ef slikt hafi tíðkazt á Vesturlöndum í þann tíð, þa sé það engin tímavilla* að láta Magnús hafa málaðan skjöld á síðustu ferð sinni Vestur um haf. Orderik Vítalis geti og þess, að Magnús hafi í Öngulseyjarsundi sett rauðan skjöld á siglutréð sem friðarmerki. í hinum írsku Ossíans-kvæðum sé Magnús líka kallaður konungurinn með »rauða skjöldinn*. Magnús (undir nafninu Manus) kemur líka fyrir í æfintýrasögum frá Hálöndunum á Skotlandi, og fylgja honum þar ætíð tvö ljón og hann hefur ljón í skildi sfnum. Kemur þetta alt nokkurnveginn heim við konunga- sögurnar; en það telur Bugge ólíklegt, að þessar skozku sagnir geti verið runnar frá íslandi eða íslenzkum sagnariturum; þær muni vera þeim óháðar, en þar sem þeim þó beri saman við íslenzku sögurnar, sé nær að ætla, að hvorartveggju séu bygðar á sögulegum grundvelli í þessu atriði. HALLDÓR HERMANNSSON. 8*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.