Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Side 55

Eimreiðin - 01.05.1917, Side 55
H5 heimt heilan á hófi, og var honum gefið kóngsnafn, og tók hann við ríkjum. Sveinninn kóngsson numdi nálega aldrei af hljóðum hjá móður sinni, frá því hann var skilinn eftir á þilfarinu, sem áður er sagt, þótt hann væri áður mesta spektarbarn, svo að kóngur varð að fá honum fóstru, eina af hirðmeyjunum. Pegar sveinninn var til hennar kominn, tók hann skjótt spekt sína aftur og hina fyrri værð. Nú er frá því að segja, að eftir sjóförina fanst kóngi, sem drotning væri mjög breytt orðin í mörgum háttum, og það ekki til batnaðar. Einkum þótti honum hún mikilfengari og stygg- lyndari, og óviðfeldnari, en hann átti von á. Pó virtist hún kurteis og látprúð. En fljótt bar að því, að fleiri kendu kaldlyndi hennar, en kóngur. Með kóngshirðinni voru drengir tveir, annar 18, hinn 19 vetra. Þeir voru mjög gefnir fyrir tafl, og sátu því löngum inni yfir því. Herbergi þeirra var næst herbergi drotningar, og var það oft, að þeir heyrðu eitthvað til drotningar á sumum tímum dagsins. Einn dag veittu þeir því meiri eftirtekt, en áður, er þeir heyrðu til drotningar. Lögðu þeir þá hlustina við rifu, er var á veggnum milli herbergjanna, og heyrðu glögt, að drotning sagði: »Pegar ég geispa lítinn geispa, þá er ég lítil og nett jómfrú; þegar ég geispa hálfan geispa, þá er ég sem hálftröll; þegar ég geispa heilan geispa, þá er ég sem altröll«. í því drotning sagði þetta, setti að henni ógleði svo mikla, að hún geispaði ógurlega. Við þetta brá henni svo, að hún varð alt í einu að illúðlegri tröll- konu; kom þá og upp úr gólfinu í herbergi drotningar þríhöfðaður þussi með fult trog af keti; hann heilsar þar systur sinni og setur fyrir hana trogið. En hún sezt að því, sem í því var, og léttir ekki, fyr en hún hefir lokið öllu úr troginu. Sveinarnir sáu allar þessar aðfarir, en ekki heyrðu þeir þau systkinin talast neitt við. En það furðaði þá, hversu gráðuglega drotningin hámaði í sig ketið, og hversu mikið hún rúmaði af því, og þá eigi lengur, að hún snæddi svo lítið, er hún sat með kóngi yfir borðum. Pegar hún var búin úr troginu, hvarf þussinn með það aftur sama veg niður, sem hann hafði komið; en drotningin tók á sig menska mynd. Nú víkur sögunni þangað, sem sveinninn kóngsson var fyrir nokkru kominn til fóstrunnar. Bar það við eitt kvöld, er hún hafði kveikt ljós, og hélt á kóngssyni, að nokkrar fjalir spruttu

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.