Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Page 57

Eimreiðin - 01.05.1917, Page 57
mjög hrædd, en lét ekki á neinu bera. Kom svo annar dagur, og fór alt á sömu leið og áður, að hin hvítklædda kona kom í sama mund, sem hinn fyrra dag, tók barnið, lét að því sem bezt, og fékk það svo aftur fóstru þess. En er hún ætlaði að fara burt aftur, sagði hún með sorgarsvip: »Af eru tveir og ekki eftir nema einn«. Síðan fór hún hina sömu leið niður aftur. og gólfið í samt lag. Nú varð barnfóstran enn miklu hræddari, en áður, er hún hafði heyrt konuna mæla þessi orð. Hugði hún, að barninu mundi, ef til vildi, vera einhver hætta búin, þó henni bæði litist í alla staði góðlega á konuna ókendu, er komið hafði, og hún hefði látið að barninu, sem það væri frá henni skorið. Henni þótti það ískyggilegast, er kona þessi hafði sagt: »Og ekki eftir nema einn«. fví hún hélt, að með því mundi hún skilja, að nú væri einn eftir af þremur dögum, er hún hefði komið til sín í tvo daga. Fóstran réð það því af, að hún fór til kóngs og sagði honum upp alla sögu, og bað hann fyrir alla muni að vera sjálfur viðstaddur í herbergi • sínu um sama leyti daginn eftir, og kona þessi væri vön að koma, og hét kóngur henni góðu um það. Daginn eftir kom kóngur í herbergi barnfóstrunnar litlu fyrir þennan tíma, sem ákveðinn var, og settist þar á stól með brugðið sverð í hendi. Því næst spruttu upp fjalirnar í gólfinu, sem fyrri, og kom konan þar upp, hin hvítklædda, með járnspöngina og hlekkjafestina, sem áður er getið. Kóngur þekkir þar þegar konu sína, og verður honum það fyrst fyrir, að hann heggur sundur hlekkjafestina, sem lá úr járnspönginni. En við það urðu dunur svo miklar og dynkir að heyra niðri í jörðunni, að kóngshöllin lék öll á reiðiskjálfi, og hugði enginn annað, en hvert hús mundi hrapa í borginni og um koll keyra. t Loksins leið þessi ókyrleiki og undirgangur af, svo menn komu til sjálfs sín. Féllu þau kóngur og drotning í faðma. Síðan sagði hún honum upp alla sögu, hvernig tröllkonan kom að skipinu á nökkvanum, er allir sváfu, og færði sig úr drotningar- skrúðanum, og frá ummælum hennar og álögum. Hún sagði frá því, er hún var komin svo langt á nökkvanum, er leið sjálfkrafa undir henni, að hún sá ekki skipið lengur; hefði sér fundist hún fara í gegnum svo sem myrkva nokkurn, unz nökkvinn lenti hjá þríhöfðuðum þussa; og hefði hann viljað þegar sofa hjá sér. Eifi hún kvaðst hafa aftekið það í alla staði. Hún sagði, að þussinn

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.