Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Qupperneq 59

Eimreiðin - 01.05.1917, Qupperneq 59
119 Ritsj á. JÓN TRAUSTI: TVÆR GAMLAR SÖGUR. Rvík 1916. Hin fyrri af sögum þessum, »Sýður á keipum«, er frá byrjun 17. aldar, og lýsir sjómannalífi undir Jökli á þeim tímum, en hin síðari, »Krossinn helgi í Kaldaðarnesi«, frá siðaskiftunum eða miðbiki 16. aldar, og lýsir átrúnaði manna á krossinn og undrakraft hans, og þó einkum för manna til Kaldaðarness til að fá þar bót meina sinna. Þó að talsverðir fjörkippir og tilþrif séu í báðum þessum sögum, þá hefir Jóni Trausta oft þetur tekist en hér. Fyrri sagan er betri og skaplýsingar þar dágóðar, og þó einna bezt af Salómon, háseta þeirra Hraunbótarfeðga. Hinar virðast nokkuð forneskjukendar, en geta þó verið sannar. Aftur er seinni sagan ekki laus við að vera dálítið þreytandi með köflum, af því lopinn er þar svo langt spunninn, að frásögnin verður altof langlokuleg og útúrdúrar höfundarins sjálfs altof margir og langir. Óviðkunnanlegt er það og að sjá, hvllíkt feikna lof er borið á kvæði Brands gamla, er hann flytur krossinum helga, þar sem kvæðið er eftir höfundinn sjálfan og alt lofið því um hans eigið verk. f'ar segir t. d. svo: »Andi og efni runnu saman í einfaldri, háleitri list, þeirri list, sem enginn hefir nokkurn tíma kent og aldrei verður lærð, þeirri list. sem skapast ósjálfrátt — — þeirri list, sem öllum mikilmennum heimsins er meðsköpuð og ósjálfráð*. Kvæðið er að vfsu gott, eil minna mátti nú gagn gera, en annað eins lof frá hendi höfundarins sjálfs. Fleiri smíðalýti mætti og telja á sög- um þessum, ef rúmið leyfði, en bæði er, að það hefir þegar verið gert af öðrum, og það fullóþyrmilega, en kostirnir helzt til látnir liggja í láginni, enda þurfum vér á rúminu að halda til að minnast á annað í sambandi við þessa bók, sem ekki dugar að láta óátalið, af því hroðvirkni við útgáfji bóka virðist vera að færast svo í vöxt á íslandi, að til vandræða horfir. Frágangurinn á bókinni er svo hræmulegur, að heitá. má, að þar finnist varla nokkur blaðsíða án annaðhvort staf- setningarvillu eða prentvillu. Og skulu nú tilfærð dæmi þessu til sönnunar. Stafsetningar villur (tölurnar merkja bls.): 9 hvíslast f. kvíslast; 13 dittað f. dyttað; 21 bífunni f. býfunni; 2 2 hýrast f. hírast; 2 7 kripling f. krypling; 28 geysaði f. geisaði (en 159 aftur geistist f. geystist); 31 pindingar f. pyndingar; 36 slippu f. slyppu; 37 kvinsku f. hvinsku; 43, drógst f. dróst; 49 naglbýtur f. naglbítur ; 52 hnífill f. hnýfill; 65 þrautsegju f. þrautseigju; 74 sillunum f. syllunum; 74 afl- anum f. aflinum; 86 fetlinum (sbr. fatla 97); 96 kvapa f. hvapa; 143 sínu f. sýnu (minni); 136 Jesus f. Jesum; 138, kirtillinn f. kyrtillinn; 159 og 188 girtur f. gyrtur (gjörð, sverði); 162 brigðist f. brygðist (en rétt 167); 166 kreptann f. kreptan; 176 inri f. innri; 192 dýki 'f.i díki; 194 brigði f. brygði; 194 hryndingum f. hrindingum; 211 grátkviðu f. gráthviðu (en rétt 53). Prentvillur: 12 brimlölri f. brimlöðri; 13 alla f. allar; 47 skifti f. skift; 47 álitunu f. álitinu; 54 faðnmaði f. faðmaði; 55 bróta f. bijóta;

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.