Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 18
82
VOKUDRAUMUR
1E1MREIÐINÍ
er landfastur, vordagarnir kaldir og gróðurinn kyrkings-
legur. —
Úr suðri kemur hressandi kaldi. Straumarnir, afllindir
íssins breytast og bera hann með sér norður í höf.
Eg heyri vængjaþyt og fuglasöng. Farfuglarnir eru>
komnir! — Snjörinn þiðnar, en lækir og ár vaxa. Grund-
irnar grænka og blessuð sólin kyssir alt og alla. Börnin
fagna. Lömbin leika sér, — en von um blessað og gott
ár ríkir í hjörtum fullorðinna.
Vorgolan þýtur um gróandi hagana, grösin hneigja sig.
og blómin kinka kollum. Loftið er þrungið af vorgróðurs-
ilmi. Flugurnar takna og taka til starfa, og litlu fuglarnir
syngja um ástina, vorfriðinn og fegurð náttúrunnar:
Dýrðin! Dýrðin!
Bóndi tekur orfið sitt. Einbeittur vilji býr í huga lians.
og óbilandi trú á happaríku sumri. Hann brosir. —
. . . bítur beittur ljár.
Smali frjáls og djarfleitur stendur á fjallsbrúninni og:
hóar svo undir tekur í dalafjöllunum. Ærnar hópa sig og.
renna heim fjárgöturnar.
-----Pjóta frjáls um fjallasali
fjallagola — og smali. —
— Eg sé skínandi hafblikið. Öldurnar vagga róðrar-
bátunum. Andlitsdrættir sjómannanna lýsa kjarki — en-
augun eru blá og dreymandi. Peir eru árvakrir og sífeldar
yfirvofandi hættur hafa gert þá sterka.
— Dagur er liðinn. Stormglæddar haföldur stynja,
í stórhríðar-kófinu mætast þær — eyðast og hrynja,
myndast á ný og hvítfextar líða að landi
og löðrinu þeyta á vogrek á Draugasandi. —
Þá er sjómaðurinn sterkur og í vígamóði. En draum—
lyndi hans kemur best í Ijós, þegar