Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 28
92 FRÁ KÖTLUGOSINU [EIMREIÐIN á skerja- og sandöldu og runnið til beggja hliða, austur og vestur. 18. okt. Svipað veður og í gær, en heldur skírara í lofti. Nokkur niður er ennþá og sífeldir dynkir í jöklin- um. Kl. 11 að kvöldi verða miklir eldglampar og feikna- legir dynkir. 19. okt. Aðfaranótt þessa dags er stilt veður, en tíðir eldsglampar og dynkir nokkrir. Að morgni er hægt um til jökulsins að sjá, og er svo allan daginn. Sjást aðeins glampar, þegar kvöldar. Framan af deginum sést til vest- urfjalla og jökullinn sést einnig upp að hábungu. Er hann allur svartur af ösku. Út úr miðjum degi þyknar loft og gerir þá eindregna sunnanátt. Kemur hæg væta að kvöldi. Verða menn henni fegnir, því jörð virtist vera óholl af öskumóðunni. Fénaður lætur þó enn ver við jörð eftir að hún vöknar. Hér í Álftaveri er ekki mikil aska, því eins og áður er sagt dreif hér lítinn vikur og alls engan meö sjónum. 20. okt. í nótt hafa verið afarmiklir dynkir og leiftur. Að morgni er dimm þoka yfir öllu, en birtir upp kl. 9 f. h. Sést þá til hájökulsins. Er hann hvítur að ofan með sínum gamla svip. En fyrir neðan bungur er hann sva svartur af ösku, að engin skilgreining sést þar á neinu, Þó má sjá hvar gígurinn er, því norðan í hæstu bungu jökulsins stendur hár gufumökkur, sem streymir upp með miklum hraða. — í dag er jörðin mikið til hrein eftir rigninguna í nótt. Að kvöldi verða svo miklir dynkir, að fólki kemur til hugar að flýja bæi. Ekki verður þó af því og fer alt vel. 21. okt. Nú er dimmviður og sunnanvæta; Sést ei neitt né heyrist og er rólegt þennan dag allan. En að kveldi birtir og sést þá mökkurinn og í honum eldglampar miklir, en dynkir heyrast ekki. Hér er safnsdagur í dag og vantar mjög fénað. Finst hann viða illa kominn: fastur í jökulfor, lifandi og dauður. Hæltur eru nú, hvert sem litið er, afjökulforog hr.önnum. 22. okt. Þennan morgun hefst ægilegur aðgangur, og verður honum eigi með orðum lýst. Kl. 4 f. h vakna eg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.