Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 48

Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 48
112 TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR ieimreiðin þyktina. Hann segir t. d.: »Ver vitum, að sumir halda, að galdrar séu alls ekki til, og að það sé vantrú að halda slíku fram. Þeir halda einnig að illir andar séu ímyndun ein. — — — — En kaþólsk trú má fullyrða, að illir andar eru til, og geta t. d. gert hjónabönd barnlaus«. Og »það er nauðsynlegt að trúa þvi, að illir andar með leyfi guðs geti gert truflun í loffinu, komið af stað ofviðrum og látið eld falla af himni«. Auðvitað gat Thómas haldið þessu fram óáreittur eingöngu vegna þess, að bæði kirkjan og fólkið var lengi búið að trúa því, en þorði að eins ekki að kveða upp úr með það. Hér er því orðin alveg gagnger breyting á hugsunarhættinum, frá því á 8. og 9. öfd. Sú breyting er sumpart komin af því, að alþýðan var altaf hjátrúarfull og smájók þá hjátrú í næði. En langmest er þó sú breyting komin af því, að Evrópa kyntist Márunum og töfravísindi þeirra lögðu alt undir sig. Sama árið sem Thómas dó er fyrsta galdrakonan brend í Frakklandi. Og smámsaman eykst það, úr því að það var einu sinni byrjað. Þegar musterisriddararnir voru drepnir 1313, var ein ákæran um galdra. Jeanne d’ Arc var og sökuð um galdra og brend, sem kunnugt er. En ekkert fast form var enn komið á þetta. Galdramálin voru að koma upp hingað og þangað, og ávalt óvist hvernig með þau skyldi farið. T. d. var það siður í Frakk- landi að þær, sem meðgengu, voru dæmdar í æfilangt fangelsi. Að eins þær »iðrunarlausu og forstokkuðu« voru brendar. En árið 1487 kemur út hinn alræmdi Malleus mali- ficarum eða Galdrahamarinn, og með honum hefst hin eiginlega galdrabrennuöld, sem stóð fram á 18. öldina, með slíkum feiknum, að annað eins hefir aldrei yfir mannkynið gengið síðan sögur hófust. Innocentius VIII. páfi gaf út páfabréf það, er kom þessu af stað,’ 5. des. 1484. í því gefur hann rannsóknardóm- urum tveim, Jakob Sprenger og Hinrik Institor, fult vald til þess að leita uppi og afmá galdramenn. Er það næsta eftirtektarvert, að það eru rannsóknardómararnir, sem annars áttu að leita uppi villutrúarmenn, sem hér eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.