Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 5
EIMREIÐIN] GUÐMUNDUR MAGNÚSSON 69 fróðleik og hefir safnað miklu af ritum um þau efni. Við finnum hinn ólgandi starfsþrótt hans og starfslöngun, enda sýna verkin ljóslega merki þess. Áður en við förum inn í stofuna til þess að þiggja góð- gerðir, sýnir Guðmundur okkur steinasafn sitt. Það geymir hann á dálitlu borði í skrifstofu sinni. F*að er að vísu lítið, en fjölbreytt, og er hann mjög hugfanginn af því. Mestu af því hefir hann safnað sjálfur á ferðum sinum hér heima. En þær sýnir hann okkur á íslandskortinu, hefir dregið rauða línu á það alstaðar þar sem hann hefir farið yfir, og sýnir okkur hvar hver ein steinvala sé fundin. Langi okkur til að fara um sömu staði, er hvergi betra að leita sér upplýsinga en hjá honum. Stofan er mjög snotur, en íburður er þar enginn, nema nokkrar vinargjafir til skáldsins. Þar er enn mikið af myndum eftir Guðmund sjálfan. Þar er einnig bókasafn hans, sem dregur að okkur athygli sína. Bækur sínar misti hann allar i brunanum, sem fyr er getið. Mikið var honum gefið fyrst eftir það, en síðar safnaði hann kapp- samlega ýmsum fágætum bókum, hreinsaði þær sjálfur, ef ljótar voru, og lét binda, og er safnið því hið prýðileg- asta, þótt það sé ekki stórt. Meðal annars mun hann hafa haft fyrir augum að safna til sögu prentlistarinnar hér á landi. Eftir að við höfum þegið veitingu hjá hinni myndar- legu konu Guðmundar, fer hann méð okkur út i dálítinn blómagarð, sem hann hefir ræktað fyrir framan hús sitt. Þar er sama prjTðilega umgengnin, sem annarsstaðar á heimili Guðmundar. Og hann segir okkur með ekki minni fjálgleik af hinum ýmsu tegundum trjáa sinna og blóma, en öðru sem bar á góma inni hjá honum. Og við kveðj- um hann með hlýrra handartaki en við gerum við aðra menn að jafnaði. Var það fyrir gestrisni hans og hið hlýja viðmót? — Onei; ekki er það neitt einsdæmi hér hjá oss. En hvers vegna? Það var — ja, það var Guð- mundur Magnússon! — — Hvenær skrifaði Guðmundur bækur sínar? Þegar eg átti heima í húsi hans, vann hann sem setjari'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.