Eimreiðin - 01.04.1919, Page 5
EIMREIÐIN]
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
69
fróðleik og hefir safnað miklu af ritum um þau efni. Við
finnum hinn ólgandi starfsþrótt hans og starfslöngun, enda
sýna verkin ljóslega merki þess.
Áður en við förum inn í stofuna til þess að þiggja góð-
gerðir, sýnir Guðmundur okkur steinasafn sitt. Það geymir
hann á dálitlu borði í skrifstofu sinni. F*að er að vísu
lítið, en fjölbreytt, og er hann mjög hugfanginn af því.
Mestu af því hefir hann safnað sjálfur á ferðum sinum
hér heima. En þær sýnir hann okkur á íslandskortinu,
hefir dregið rauða línu á það alstaðar þar sem hann hefir
farið yfir, og sýnir okkur hvar hver ein steinvala sé fundin.
Langi okkur til að fara um sömu staði, er hvergi betra
að leita sér upplýsinga en hjá honum.
Stofan er mjög snotur, en íburður er þar enginn, nema
nokkrar vinargjafir til skáldsins. Þar er enn mikið af
myndum eftir Guðmund sjálfan. Þar er einnig bókasafn
hans, sem dregur að okkur athygli sína. Bækur sínar
misti hann allar i brunanum, sem fyr er getið. Mikið var
honum gefið fyrst eftir það, en síðar safnaði hann kapp-
samlega ýmsum fágætum bókum, hreinsaði þær sjálfur, ef
ljótar voru, og lét binda, og er safnið því hið prýðileg-
asta, þótt það sé ekki stórt. Meðal annars mun hann hafa
haft fyrir augum að safna til sögu prentlistarinnar hér á
landi.
Eftir að við höfum þegið veitingu hjá hinni myndar-
legu konu Guðmundar, fer hann méð okkur út i dálítinn
blómagarð, sem hann hefir ræktað fyrir framan hús sitt.
Þar er sama prjTðilega umgengnin, sem annarsstaðar á
heimili Guðmundar. Og hann segir okkur með ekki minni
fjálgleik af hinum ýmsu tegundum trjáa sinna og blóma,
en öðru sem bar á góma inni hjá honum. Og við kveðj-
um hann með hlýrra handartaki en við gerum við aðra
menn að jafnaði. Var það fyrir gestrisni hans og hið
hlýja viðmót? — Onei; ekki er það neitt einsdæmi hér
hjá oss. En hvers vegna? Það var — ja, það var Guð-
mundur Magnússon! — —
Hvenær skrifaði Guðmundur bækur sínar?
Þegar eg átti heima í húsi hans, vann hann sem setjari'