Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 45
eimreiðin] TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR 109 Þá eru allir verndargripirnir, sem kirkjan seldi, beinir löfragripir. Það voru smámyndir, sem kirkjan seldi, vígðir og helgaðir, og áttu að vernda þann, sem bar þá á sér, gegn allskonar árásum fjandans. Einkum var agnusdei (guðs Iamb) mjög algengur verndargripur, og átti páfinn sjálfur einkarétt á því að búa þau til. Helgra manna bein og aðrar helgileifar voru og verndargripir ágætir, t. d. «f greyptir voru í hringi. Alt voru þetta töfrar, en auð- vitað hvítir töfrar! Það er alls ekki tilgangurinn hér, að rekja neitt til hlítar töfra kirkjunnar. En minnast verðúr ögn á lækn- ingarnar. Það var trúin, að sjúkdómar væru allir illum öndum að kenna, og það var því kirkjan, sem var sjálf- kjörin til þess að lækna. Var það gert með særingum, táknum og helgum dómum, svo sem sjá má af jarteina- bókum bisk.upanna íslensku. Að vísu voru einstaka menn að fást við lækningar, á líkamlegan hátt, en það þótti mjög óguðlegt, og kirkjan leit illu hornauga til allra, sem slíkt aðhöfðust. f*að var í mörg horn að líta fyrir kirkjuna. Eitt var það, að sjá um tíðarfarið og að engar landplágur gengju yfir. Alt var þetta kent Satan og illum öndum, og kirkjan átti því að varna því. Beitti kirkjan þar bannfæringum. T. d. bannfærði páfinn 1542 halastjörnu, sem ógnaði heiminum, og hún tók þá þegar að minka og var horfin •eftir fáa daga. Sömuleiðis voru ýms kvikindi, er gerðu skaða, bannfærð, og þótti gefast vel. Allir þessir siðir urðu þó magnaðastir síðar en hér ræðir um, þ. e. eftir að galdratrúin var farin að grípa nm sig meira. Kirkjan tók óhikað upp ýmsar venjur frá heiðnu þjóð- unum, og má nefna þar ýmsa »guðsdóma«, eins og járn- burð og »vatnsdóm«. Upphaflega voru þetta heiðnar venjur, en kirkjan vígði þær guði og notaði. Járnburður- inn var fólginn í því, að sá, sem vildi hreinsa sig af ein- hverjum ósönnum áburði, fastaði fyrst og baðst fyrir, fékk svo guðs líkama (altarissakramenti). Að því búnu var járnbútur, sem vígður hafði verið, glóðhitaður, og átti sá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.