Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 44
108 TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR [EIMREIÐIíí samþykt þessi grein: »Ef einhver lætur blindast svo af djöflinum, að hann eins og heiðingi trúir því, að ein- hver kona sé göldrótt, og lætur því brenna hana, þá skal hann liflátastv. Hér er alger mótsetning við það, sem síðar varð. Hér er trúin á galdra dauðasök, en ekki gald- urinn sjálfur, í stað þess að síðar var það talið verst af öllum villum, að trúa ekki göldrum1). Ancyru-greinin kom og fram um þetta leyti, og var kölluð Canon episcopi, og hamlaði mjög galdralrúnni fram eftir miðöldunum. En auðvitað lifði galdratrúin jafnt undir niðri, bæði hjá al- þýðunni og hjá lægri og mentunarsnauðari klerkunum. Það hélt töfratrúnni mest við, hve margt kirkjan hafði fengið af töfrum frá Alexandríu. Auðvitað er altaf vanda- samt að greina þar á milli, og dæma um það, hvað skuli kallast töfrar og hvað er eðlileg trú á guðs verkanir. Strax eftir fæðingu barnsins kom kirkjan til, og með bæn og særingum rak presturinn út úr barninu þá illu anda, sem í því voru, og stökti á það vígðu vatni í nafni heilagrar þrenningar. Með skírninni var það svo komifr inn undir verndarvæng kirkjunnar og þar gat það svo^ verið til dauðadags, og notið sí og æ töframeðala kirkj- unnar. Það er ómögulegt að neita því, að sakramentin verða hjá kaþólsku kirkjunni að beinum töfrabrögðum. Skírnin með særingu sinni, með ýmsum efnum, svo sem olíu, smyrslum, salti, mjólk, hunangi, tákni krossins o. fl., er lifandi eftirmynd (eða máske öllu heldur fyrirmynd^ töfrabragða ýmsra særinga- og galdramanna. Sama er að segja um messufórnina. Enda mynduðust ýmsar sögur af þvi. Menn sjá engil brytja sundur Jesú-barn samtímis því er presturinn helgar brauðið. Oblátu, sem Gyðingar áttu að hafa náð í og rekið i gegn með linífi, blæddi o. s. frv. 1) Hönd Karls mikla heíir vafalaust stjórnað þessu. Saxar brendu galdra- konur, og'Karl hefír verið hræddur um að kirkjan kynni að fara að taka upp- þessa grimdarhegningu. Pað var svo algengt, að kirkjan tók upp slikar venjur eftir heiðhum þjóðum, t. d. guðsdómana. Frönsku guðfræðingarnir rituðu ýmsir móti galdratrúnni, svo sem Agobard, erkibiskup i Lyon (ý 840), og Klaudius hiskup i Turin (f 832). En merkast er það, að þeir taka aíleiðingunum út » æsar, og rita þvi-jafnt móti kirkjulegu töframeðulunum, svo sem helgra manna. dýrkun, lielgigripum o. s. frv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.