Tölvumál - 01.11.1986, Qupperneq 9

Tölvumál - 01.11.1986, Qupperneq 9
PCS OF DENMARK í nýútkomnu fréttabréfi danska Skýrslu- tæknifélagsins er sagt frá stofnun félags ein- menningstölvunotenda. Danska félagiö nefnist "Personal Computer Society of Denmark" enda er mál tölvumanna þar i landi enskuskotið eins og viðar. Tilgangur stofnunar félagsins er að hjálpa notendum við að hafa sem mest gagn af tölvum sinum jafnt i einkalifi, sem á vinnustað. Danska einmenningstölvufélagið hefur tekið upp samvinnu við Boston Computer Society i Banda- rikjunum. BCS er stærsta félag áhugamanna um einmenningstölvur i heimi að sögn blaðsins. í fréttabréfinu er látin uppi sú ósk að þetta danska félag, sem starfar innan Dansk Data- behandlingsforening vaxi og dafni. Ef til vill er hér komin fyrirmynd, sem áhugamenn um einmenn- ingstölvur af öllum gerðum gætu notað hér heima. Vonandi er þó að þeir sýni meira hugmyndaflug en Danirnir við val á heiti fyrir félag sitt. -si. 9

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.