Tölvumál - 01.11.1986, Page 18
SALA UPPLÝSINGA
Undanfarin ár hafa menn veitt þvi athygli að
skilið hefur á milli fyrirtækja, sem tekist hefur
vel upp við að tölvuvæða verkefni sin og þeirra,
sem hafa verið mislagðar hendur. Núorðið eru
menn nokkuð á einu máli um að þeim aðilum, sem
lagt hafa áherslu á gildi upplýsinga og reynt að
nota þær, sem mest i starfi sinu, hafi farnast
vel.
Upplýsingar sem skráðar eru i tölvukerfum hafa
einar útaf fyrir sig litið gildi. Þeim má á
vissan hátt likja við óunnið hráefni. Til þess
að breyta hinum tölvutæku upplýsingum i það horf
að draga megi af þeim lærdóm og að þær auki
þekkingu manna er nauðsynlegt að fara um þær
höndum. Það er gert i sérhönnuðum tölvukerfum,
sem nú eru tekin að ryðja sér til rúms.
í nútimaþjóðfélagi vesturlanda er það viss mæli-
kvarði á möguleik fyrirtækja, hversu vel þeim
tekst að safna saman og halda til haga upplýs-
ingum og breyta þeim i vitneskju, sem er aðgengi-
leg fyrir stjórnendur þeirra.
Tölvunotkun er orðin fastur liður i rekstri allra
merkari fyrirtækja i okkar heimshluta. Þrátt
fyrir það er langur vegur frá þvi að þau hafi
almennt lært að notfæra sér upplýsingar, sem
safnast hafa i tölvukerfum þeirra. Menn eru
reyndar eins og áður segir farnir að gera sér
grein fyrir verðmæti tölvutækra upplýsinga. Mörg
fyrirtæki hafa nú þegar náð góðum árangri með þvi
að nýta gildi þeirra i daglegum rekstri. önnur
eru að undirbúa sig. Þvi sjónarmiði vex sifellt
fylgi að upplýsingar séu verðmæti, sem nota þarf
i rekstri fyrirtækja á hliðstæðan hátt og vinnu-
framlag starfsfólks, fjármagn og orku.
Hér á eftir er sagt frá nokkrum athyglisverðum
fyrirtækjum, sem selja upplýsingar i einu eða
öðru formi eða nota upplýsingarkerfi i eigin
þágu. Hafa verður i huga að fyrirtækin eru öll i
18