Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 19
fremstu röð á sínu sviði og hafa annaðhvort náð
þeim áfanga með tölvuvæðingu eða notað hana til
að styrkja stöðu sina. Þau eru alls ekki
dæmigerð fyrir rekstur annarra fyrirtækja i sömu
starfsgrein.
Mat á kostnaði við bílaréttingar
Hollenska efnafyrirtækið Akzo framleiðir meðal
annars bilalakk. Á meðal viðskipavina Akzo
Coatings, sem er málningardeild fyrirtækisins eru
ótal réttingaverkstæði og varahlutasölur. Flestir
bifreiðaeigendur kannast við þá ónotakennd, sem
þvi fylgir að setja bifreið á verkstæði, enda
kemur kostnaðurinn við dvölina þar oft illilega á
óvart. Hollendingar eru engin undantekning hvað
þetta varðar.í þeim tilgangi að hjálpa verkstæðum
til að gefa viðskipamönnum sinum hugmynd um það
hver endanlegur viðgerðakostnaður verði hefur
hollenska fyrirtækið látið hanna sérstakt tölvu-
kerfi. Viðgerðarmenn skrá lýsingu á bifreiðar-
tegundinni ásamt þeim varahlutum, sem nota þarf
til viðgerðar og lýsingu á þeirri viðgerð, sem
framkvæma þarf. Tölvukerfið skilar siðan kostnað-
aráætlun, verklýsingu og varahlutalista.
Áætlunarkerfið er hannað fyrir einmenningstölvur.
Upplýsingar i verðbanka þess taka að sögn til
2000 bifreiðategunda. Kerfið hefur verðlista
fyrir varahluti og áætlun á vinnuþörf fyrir
viðgerðir. í kerfinu eru einnig staðgóðar upplýs-
ingar um bilamálningu og bilalökk. Sérstaklega
er framleiðslu Akzo þó gerð skil.
Þegar bileigandi kemur með bifreið sina á
verkstæði skráir viðgerðarmaðurinn lýsingu á
bifreiðategund, þeim varahlutum sem þarf að nota
og lýsingu á viðgerðinni. Út úr tölvukerfinu fær
hann siðan kostnaðaráætlun ásamt verklýsingu og
varahlutalista. Á grundvelli þessara upplýsinga
getur verkstæðið siðan gert eigandanum tilboð i
viðgerðina eða einfaldlega sýnt honum hana sem
áætlun.
Akzo reiknar með þvi að auka sölu sina á bifreið-
amálningu, sem 50% á ári i nánustu framtið. Auk
19