Tölvumál - 01.11.1986, Page 20
þess hyggst fyrirtækið hagnast á sölu kerfisins,
en það er selt til bifreiðaverkstæða.
Bókunarkerfi fyrir flugferðir
Eitt kunnasta dæmið um notkun upplýsingakerfis er
bókunarkerfi bandaríska flugfélagins American
Airlines. Saga þessa bókunarkerfis, sem nefnist
Sabre, hófst raunar þegar annað flugfélag
vestanhafs United Airlines ákvað að freista þess
að auka markaðshlutdeild sina hjá ferðaskrif-
stofum. í Bandaríkjunum er annað hvert flugfar
bókað af ferðaskrifstofum en eins og gefur að
skilja eru þær allmargar. United lét i þessum
tilgangi gera frumdrög að bókunarkerfi, sem gerði
ferðaskrifstofum kleift að bóka ferðir flug-
félagsins á skjá. Þetta kerfi tók einungis til
ferða United sjálfs, enda töldu menn það alls
ekki vænlegt til árangurs að fara að aðstoða
ferðaskrifstofurnar við að bóka ferðir hjá
keppinautum sinum.
Gegn þessari hugmynd United átti American
snjallan leik. Fyrirtækið lét hanna og setja upp
bókunarkerfi fyrir öll helstu flugfélög i heimi.
Til þess að skapa sér sérstöðu skráði flugfélagið
þó sínar eigin ferðir efst á skjá eða blað.
Þetta kerfi reyndist American vel. í því fundu
ferðaskrifstofurnar hentugt tæki sem þær gátu
notað til að bóka allar þær flugferðir sem þær
þurftu. Með Sabre tók American Airlines ótvirætt
forystu á þessu sviði og náði að auka talsvert
markaðshlutdeild sina. Það er sennilega óþarft að
taka fram að United Airlines endurhannaði i
snarkasti sitt kerfi og breytti því í svipað horf
og Sabre.
Um tólf þúsund ferðaskrifstofur nota nú Sabre.
Það er um helmingur allra ferðaskrifstofa i
Bandaríkjunum. Fyrir hverja bókun, sem gerð er i
Sabre þarf notandi að greiða um 70 krónur. Þetta
er ekki hátt gjald i sjálfu sér. Þegar tekið er
tillit til hins gifurlega fjölda af flugferðum,
sem eru bókaðar með kerfinu verður heildarveltan
þó ótrúlega mikil. Árið 1985 námu brúttótekjur
20