Tölvumál - 01.11.1986, Síða 21

Tölvumál - 01.11.1986, Síða 21
American Airlines af Sabre liðlega 14 miljörðum króna. Nettóhagnaður af kerfinu er einnig ótrúlega hár. Þetta ár nam hann hvorki meira né minna en tæplega 7 miljörðum króna. Það var talsvert meiri hagnaður en félagið hafði af flugrekstrinum sjálfum. Pöntunarkerfi fyrir sjúkrastofnanir American Hospital Supply Corp. dreifir vörum til aðila i heilsugæslu eins og nafnið bendir raunar til. Þetta er mjög stórt fyrirtæki, sem sést á þvi að það dreifir vörum frá 8.500 framleiðendum til 100.000 aðila. Á siðasta áratug ákvað American Hospital Supply að koma á tölvusambandi á milli framleiðenda og notenda. í þeim tilgangi setti fyrirtækið upp eins konar pöntunarkerfi. Kerfið gerði sjúkra- stofnunum mögulegt að rita sjálfar pantanir sinar inn á skjá. Þessi tækni opnaði fyrirtækinu ýmsar leiðir til hagræðingar. Árangur kerfisins fór reyndar langt fram úr upphaflegum vonum aðstandenda þess. Unnt reyndist að minnka birgðir og stytta um leið afgreiðslutima. Þetta minnkaði fjármagnskostnað fyrirtækisins mikið. Auk þess var mögulegt að kaupa birgðir i meira magni en áður. Á þann hátt minnkaði kostnaður við innkaup auk þess, sem þau urðu hagkvæmari. Kerfið bætti auk þess þjónustuna við viðskipta- menn ótrúlega mikið. Beinni tengsl sköpuðust við notendur og samkeppnisaðstaðan batnaði bæði sökun þess og hagkvæmrar þjónustu. Upp á síðkastið hefur American Hospital Supply Corp. útfært notkun sina á kerfinu. í þvi hafa á siðustu árum safnast saman miklar upplýsingar. Þessi vitneskja er nú notuð til þess að finna út hvernig markaður fyrir sjúkrahúsvörur hefur þróast. Á þann hátt viðheldur fyrirtækið þvi forskoti, sem það hefur náð á keppunauta sina. 21

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.