Tölvumál - 01.07.1992, Page 6

Tölvumál - 01.07.1992, Page 6
Júlí 1992 Atkvæðagreiðslukerfi Alþingis Þorvaldur Gunnlaugsson, deildarsérfræðingur Alþingi Haustið 1991 var keypt til Alþingis þýskt ráðstefnu- og atkvæðagreiðslukerfi frá Bráhler Inc. og er Radíóstofan hf umboðs- maður hér. Radíóstofan sá um uppsetningu þess í þingsal Alþingis. Það samanstendur af litlu plastboxi á borði hvers þing- manns, fjarstýringu í forsetaborði og OS/9 miðtölvu sem er stjórnað frá VT220 skjá og sendir niður- stöður á prentara. Birtingartöflur voru hannaðar og gerðar af Tölvuþjónustu Kópavogs hf. Sú leið var farin að setja upp VT220 skjáhermu á SUN ELC UNIX tölvu (Wyse 185 function) til að geta stjórnað kerfinu og tengja einnig prentaraportið inn á UNIX vélina. Björn R. Björns- son sá um hönnun og gerð stjórn- og samskiptaforrits sem skrifað var í C. Það talar við ráðstefnu- tölvuna, stýrir henni og fær upp- lýsingar frá henni, vinnur úr þeim niðurstöður og raðaða lista og birtir á prenturum og birtingar- töflum það sem við á. Þegar kveikt er á UNIX vélinni er stjórn- og samskiptaforritið sett upp með einni skipun og birtist þá VT220 skjáhermugluggi og sýnir hann stöðu þýska kerfisins á hverjum tíma. Einnig birtist gluggi fyrir tilkynningar frá stjórn- og samskiptaforriti. I val- mynd er hægt að fá sér nokkra atkvæðagreiðsluglugga og keyra í þeim INFORMIX 4GL forrit. Þorvaldur Gunnlaugsson hefur séð um þá hlið sem snýr að gagnagrunninum. Hægt er að undirbúa nokkrar atkvæða- greiðslur fyrirfram. Sé alkvæða- greiðsla sett af stað kviknar ljós á fjarstýringu í borði forseta. Sé önnur sett af stað bíður hún þar til sú fyrri sleppir sambandinu við ráðstefnukerfið. Til að at- kvæðagreiðsla fari í gang þarf að skrá um hvað hún snýst (tengja hana framvindu máls) í Frá formanni frh. reynslu sem við getum aflað okkur í gegnum þau en ekki síður vegna þeirra sambanda sem myndast og hægt er að nota, ekki síst þegar sótt er að hagsmunum okkar á alþjóðavettvangi. Við höfum kosið að einbeita okkur að fagfélögum á Norður- löndum (NDU og norrænu skýrslutæknifélögin) og á al- þjóðavettvangi (IFIP). Nýlega var mér boðið á aðalfund CECUA, sem haldinn var í Brússel. CECUA eru Evrópu- samtök töluvnotendafélaga. Var það ágætt tækifæri til þess að kanna hvort æskilegt væri að Skýrslutæknifélagið sækti um aðild. Niðurstaðan af þessari ferð var sú að það myndi ekki þjóna hagsmunum okkar að sækja um aðild að CECUA að sinni. Takmarkaður tími og fjárráð gera það mjög mikilvægt að beina kröftum okkar í farvegi sem skila árangri. SÍ 25 ára Á næsta ári verður Skýrslu- tæknifélag íslands 25 ára. Stjórn SI hyggst minnast þessara tímamóta með viðeigandi hætti og verður skýrt nánar frá því þegar líður á þetta ár. Tölvuoröasafn SÍ Að undanförnu hafa stjórn SI og Orðanefnd SI unnið að því að finna l'löt á endurútgáfu Tölvu- orðasafns félagsins. Er þar erfiðast við að eiga hinn mikla kostnað sem útgáfunni er samfara en hann hefur það í för með sér að langan tíma tekur að ljúka undirbúningi útgáfunnar. Margar hugmyndir til að leysa þetta mál eru nú til umfjöllunar og er það von okkar að það takist að gefa út ódýrt en vandað Tölvuorðasafn áður en langt um líður með sameiginlegu átaki stjórnar, Orðanefndar og félags- manna. Sumarkveöja frá stjórn Þar sem þetta er síðasta tölublað Tölvumála þar til á haust- mánuðum óska ég, fyrir hönd stjórnar, öllum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra, ánægjulegs sumars og þess að þeir megi koma heilir heim að loknu fríi! 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.