Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Page 5

Tölvumál - 01.11.1995, Page 5
Nóvember 1995 Frá formanni Útflutningur á íslenskri upplýsingatækni Þrátt fyrir að við höfum lært margt gott af Dönum þann tíma sem þeir réðu ríkum á íslandi auðnaðist okkur ekki læra af þeim kaupmennskuna eða öllu heldur sölumennskuna. Þeir sem hafa starfað með Dönum gera sér fljótt grein fyrir þessum, að því er virðist, eðlislægu eiginleikum. Undirritaður bjó um skeið í Danmörku og hefur síðan átt við þá nokkur viðskipti. Því var eins farið með mig og marga aðra Islendinga að ég leit niður á sölu- mannsstarfið og stríddi Dönum með því að það eina sem þeir gætu væri að selja. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og bæði ég og margir aðrir íslendingar erum famir að líta upp til sölumennsk- unnar. Góð sölumennska snýst ekki hvað síst um að koma auga á notagildi og tækifæri. Til þess þarf bæði faglega og víðtæka almenna þekkingu. Það fer ekki framhjá neinum sem íylgist með íslensku athaíhalífi að okkur er að fara mikið fram í sölumennsku og í að koma auga á notagildi og tækifæri íslenskrar þekkingar og hugvits. Víst er að af nógu er að taka því að þrátt fyrir smæð og legu landsins erum við vel samkeppnisfær og stöndum framarlega á mörgum sviðum. Markaðurinn er stór og þrátt fyrir allt ekki eins þróaður og ætla mætti. Það hefur verið sagt um Dani að þeir geti selt allt, jafnvel löngu liðna ömmu sína og þar með vísað til þess að þeir geti verið óprúttnir í viðskiptum. Án þess að hvetja til þess að menn gerist óprúttnir í viðskiptum, (slíkt gengur ekki til lengdar) er rétt að hvetja menn til að líta í eiginn garð og skoða hvort þar leynist eitthvað sem koma megi í verð. En málið snýst ekki einungis um sölumennsku og eitthvað til að selja. Til þess að þessi iðnaður megi blómstra þarf að byggja upp bakland og stoðir sem veita góðum hugmyndum og verkeíhum skjól og styðja þær til sóknar. Þetta hafa allar nágrannaþjóðir okkar gert svo ekki sé minnst á verkefni Evrópu- sambandsins á þessu sviði. Eins og áður hefur komið fram er talið að innan Evrópusambands- ins séu 60% nýrra starfa í eða nátengd upplýsingaiðnaði. Til að svo megi verða hér þarf að taka myndarlega á málum - Island má ekki verða land glataðra tækifæra. Eftir Hauk Oddsson Starf félagsins ET-dagurinn verður á sínum stað í byrjun desember og er undir- búningur í fullum gangi. Að venju verður efni Ijölbreytt en áhersla verður lögð á framtíð einmennings- tölvunar og myndrænu byltinguna. Ákveðið hefur verið að aðal- fundur félagsins verði haldinn miðvikudaginn 31.janúar 1996. Tölvuorðasafn Eins og áður hefur komið fram er nú unnið að endurútgáfu tölvu- orðasafns. Fjáröflun stendur yfir. Um þessar mundir er verið að leita á náðir helstu fyrirtækja landsins um framlög til verkefnisins. Þessu átaki er ekki nærri lokið en þegar hafa nokkur fyrirtæki ákveðið að styðja útgáfuna og sum rausnarlega. Kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir. Haukur Oddsson er forstöðumaður tölvu- og upplýsingadeildar Islandsbanka Tölvumál - 5

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.