Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Qupperneq 7

Tölvumál - 01.11.1995, Qupperneq 7
Nóvember 1995 A vit framtíðar með öflugri upplýsingatækni Áherslur málefnanefndar Sjálfstæðisflokksins í upplýsingamálum Eftir Guðbjörgu Sigurðardóttur Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið stefnumótun í upplýsinga- málum fostum tökum og í kosn- ingayfirlýsingu flokksins fyrir alþingiskosningarnar 1995 var eftirfarandi kafli um upplýsinga- mál: „Nýta þarf byltingarkennda kosti, sem felast í tölvu- og fjar- skiptatækni. Upplýsingabyltingin hefur þegar leitt af sér miklar breytingar, þótt hún sé aðeins að slíta barnsskónum. Móta skal heildarstefnu um upplýsingatœkni og miðlun, sem miðar að því, að ríkið haldi sig sem mest til hlés og borgararnir sitji við sama borð við aðgang að upplýsingum. Mikilvœgt er að nýta upplýsinga- tœkni til að auka framleiðni og samkeppnishæfni íslenskra fyrir- tækja. Þegar hefur sannast, að Islend- ingar geta látið að sér kveða á alþjóðamörkuðum, þar sem reynir á hugvit og tœkniþekkingu. Að þessum nýja vaxtarbroddi í íslensku atvinnulífi ber að hlúa og einnig útflutningi á íslensku hugviti. “ Innan Sjálfstæðisflokksins er starfandi sérstök málefhanefnd sem ijallarum upplýsingamál. Sú nefnd vinnur nú að drögum að ályktun fyrir landsfund Sjálfstæðis- flokksins sem haldinn verður á vormánuðum 1996. Að honum loknum verður hægt að nálgast ályktanir landsfundar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Háaleitis- braut 1. Hér á eftir eru kynnt þau stefnu- markandi lykilatriði í upplýsinga- málum, sem málefnanefhdin byggir nú á. Gert er ráð fyrir að sú ályktun sem samþykkt verður á komandi landsfundi verði mun ítarlegri. Ný tækifæri Upplýsingatæknin gefúr íslend- ingum áður óþekkt tækifæri sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að nýtt verði sem best til hagsbóta fyrir einstaklinga, fyrir- tæki og þjóðina í heild. Tækifærin felast í því að nýta hugvit og þekkingu þjóðarinnar til þess að auka samkeppnishæfni allra atvinnugreina, skapa ný störf og byggja upp útflutningsiðnað á grunni upplýsingatækni. Forsendur hafa skapast til þess að opna greiðan aðgang almenn- ings að hvers kyns upplýsingum og stórbæta opinbera þjónustu. Samskipti einstaklinga og þjóða verða óháð fjarlægðum svo íslendingum er auðvelt að taka virkan þátt í samfélagi þjóðanna. Atvinnulífið Harðari samkeppni og meira frelsi í viðskiptum krefst skjótari viðbragða íslenskra fyrirtækja en áður. Biýnt er að nýta upplýsinga- tækni til að auka framleiðni og samkeppnishæfni íslenskra fyrir- tækja. Á næstu árum er nauðsynlegt að fjölga atvinnutækifærum á Islandi. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að uppbyggingu öflugs upplýsingaiðnaðar á Islandi til þess að nýta þau tækifæri sem þar gefast til sköpunar verðmætra starfa. Til þess að stuðla að uppbygg- ingu öflugs upplýsingaiðnaðar þarf að bæta aðbúnað fyrirtækja á upplýsingasviði með markvissum aðgerðum sem tryggja að þau sitji við sama borð og fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum. Útflutningur Sjálfstæðisflokkurinn vill hlúa að útflutningi á íslensku hugviti. Islendingar hafa mikla sérþekk- ingu, m.a. á sviði sjávarútvegs-, heilbrigðis- og orkumála. Með hjálp upplýsingatækninnar má gera þessa þekkingu að útflutningsvöru í formi hugbúnaðar, ráðgjafar og þjónustu. Frá árinu 1991 hafa íslensk hugbúnaðarfyrirtæki tvöfaldað útflutning sinn árlega. Sýnt er að þau eru fær um að framleiða sam- keppnishæfa vöru á erlendum mörkuðum. Það veldur því áhyggjum varðandi áframhaldandi útflutning að sérfræðingum á þessu sviði hefur fyrst og fremst verið að fjölga hjá opinberum fyrirtækjum og bönkum. Tölvumál - 7

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.