Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Page 16

Tölvumál - 01.11.1995, Page 16
Nóvember 1995 Stuðningur Rannsóknaráðs við upplýsingatækni Eftir Vilhjálm Lúðvíksson Rannsóknaráð íslands - ný stofnun Rannsóknaráð íslands var stofnað við sameiningu Vísinda- ráðs íslands og Rannsóknaráðs ríkisins með lögum sem tóku gildi 1. júlí árið 1994. Hlutverk Rann- sóknaráðs er að treysta stoðir íslenskrar menningar og atvinnu- lífs með því að stuðla að mark- vissu vísindastaríi, tækniþróun og nýsköpun. Meðal helstu verkefna ráðsins er að vera stjómvöldum til ráðu- neytis um stefnumörkun á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar, gera tillögur um framlög til vísinda- og tæknimála og móta úthlutunar- stefnu og veita styrki úr sjóðum í vörslu ráðsins. Þá á ráðið að íylgjast með þróun mannafla, ijár- magns og helstu viðfangsefnum rannsóknastarfseminnar, svo og árangri af því starfí í landinu. Ráðið á einnig að beita sér fyrir þátttöku íslendinga í ijölþjóðlegu vísinda- og tæknisamstarfi. Fyrsta starfsár ráðsins hefur að mestu farið í endurskipulagningu á því starfí sem fram fór á vegum Vísindaráðs Islands og Rann- sóknaráðs ríkisins, m.a. að koma á samræmdu formi á umijöllun um styrkumsóknir og úthlutun styrkja úr sjóðum í vörslu ráðsins. A mynd 1 er sýnt heildaryfirlit yfir skipulag ráðsins og sjóði þess. Mikilvæg- astir eru Tæknisjóður og Vís- indasjóður og í tengslum við hvom þeirra starfar úthlutunarnefnd og þeim til aðstoðar eru sex fagráð á eftirfarandi sviðum: 1. Hug- og félagsvísindi. 2. Heilbrigðis- og lífvísindi. 3. Náttúruvísindi og umhverfis- rannsóknir. 4. Iðnaður og tæknirannsóknir. 5. Nýting lífrænna auðlinda. 6. Matvælavinnsla og matvæla- rannsóknir. Hlutverk fagráðanna er annars vegar að meta faglega þær um- sóknir sem berast til ráðsins um styrki úr sjóðum þess og hinsvegar að vera ráðinu til aðstoðar við mörkun stefnu á einstökum sviðum vísinda, tækni og/eða atvinnulífs. Um þessar mundir er í undir- búningi allítarleg stefnumörkun hins nýja ráðs, sem kynnt verður á komandi vetri. Fram að þessu hefur ráðið ekki markað stefnu fyrir einstök svið vísinda eða atvinnugreina, heldur meira eða minna byggt á þeim áherslulínum sem lagðar voru í störfum eldri ráðanna, Rannsóknaráðs ríkisins og Vísindaráðs Islands. Að því er varðar afstöðu til tölvu- og upplýsingatækni er því helst að líta á umfjöllun Rann- sóknaráðs ríkisins um þau mál á undanfomum árum og kanna hvað gert var á vegum þess ráðs. Rann- sóknaráð íslands er arftaki þeirrar vinnu og mun væntanlega fylgja henni eftir með áherslubreytinuin í takt við þá öru þróun sem nú gengur yfir. Sögulegur bakgrunnur Fram undir miðjan áttunda ára- tuginn snerast hagnýtar rannsóknir á íslandi fyrst og fremst um við- fangsefni hinna hefðbundnu at- vinnuvega, landbúnaðar, sjávar- útvegs og iðnaðar, þar með talið byggingariðnaðar. Sérhæfðar stofnanir fyrir þessar megingreinar atvinnulífsins voru stofnaðar upp úr atvinnudeild Háskólans með lögum um rannsóknir í þágu at- vinnuveganna frá árinu 1965. A áttunda áratugnum snerist starf- semi Rannsóknaráðs ríkisins mikið um innri uppbyggingu þessara stofnana og voru þær meðal annars fengnar til að gera langtímaáætl- anir um starfsemi sína sem Rann- sóknaráð birti og kynnti á fyrsta ársfundi sínum árið 1978. A þeim fundi kynnti Páll Theódórsson, eðlisffæðingur, þá nýstárlegar hug- myndir manna um nýtingu tölvu- tækni til þess að smíða rafeinda- vogir sem opna myndu mikla möguleika til hagræðingar í sjávar- útvegi og fiskvinnslu á íslandi. Erindið vakti mikla athygli, en þá var einmitt hafið hjá Raunvís- indastofnun háskólans umfangs- mikið þróunarstarf í samvinnu við sjávarútvegsdeild SÍS, er síðar leiddi til framleiðslu á tölvuvogum og er það undirstaðan að starfsemi fyrirtækisins Marel hf. í dag. Um þetta leyti voru menn á alþjóðavettvangi að gera sér grein fyrir stórfelldum nýjum möguleik- 16 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.