Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Page 17

Tölvumál - 01.11.1995, Page 17
Nóvember 1995 Mynd 1 Innra skipulag Rannsóknarráðs íslands um sem vísindalegar uppgötvanir og tækninýjungar á sviði efnis- tækni, tölvutækni og líftækni buðu upp á. Víða í grannlöndunum var stofnað til stuðningsáætlana til að efla þekkingaruppbyggingu og hvetja til innleiðslu nýrrar tækni í hefðbundnum atvinnugreinum. Nýjar áherslur Á árunum 1980-1982 fór fram mikil endurskoðun á vísinda - og tæknistefnu íslendinga að tilhlutan Rannsóknaráðs ríkisins. Annars vegar fólst þetta í úttekt OECD á stöðu vísinda og tækni hér á landi og hins vegar í gerð nýrrar lang- tímaáætlunar um rannsóknir í þágu atvinnuveganna sem meðal annars var lögð fyrir Alþingi veturinn 1982-1983. í ályktun sem Alþingi samþykkti af þessu tilefni er meðal annars ályktað að efla beri rann- sóknir og þróunarstarfsemi með eftirfarandi markmið að leiðarljósi: - að þróa innlenda tcekni- þekkingu og aðhæfa erlenda tækni til að styrkja stöðu at- vinnuvega landsmanna, meðal annars í Ijósi harðnandi sam- keppnisskilyrða á alþjóðavett- vangi. - að auka innlenda þekkingu á sem flestum sviðum vísinda og tœkni með framtíðarþarfir þjóðarinnar í huga. í greinargerð frá Rannsókna- ráði sem fýlgdi ályktuninni er bent á að ekki sé nægilega hugað að öflun tækniþekkingar og fæmi og með langtímaþarfir í huga og jafnframt er sagt: Líklegt er að á komandi árum verði skjóttekinn fengur af nýtingu auðlinda ekki eins sterkur þáttur í efnahagsvexti og verið hefur, en þáttur hugvits, þekkingar og mannlegrar færni mikilvægari. Því er nauðsynlegt að unnið verði markvissara en verið hefur að öflun færni á ýmsum sviðum sem þörf erfyrir íframtíðinni. Afþeim tœknisviðum sem líkleg eru talin til að verða mikilvæg má nefna: - raf- og rafeindatækni - tölvu- og upplýsingatækni - orkunýtingartækni - lífefnatækni - vatns- og sjávareldistækni - fóður- og matvælatækni A næstu árum mun Rannsókna- ráð ríkisins beita sér fyrir könnun á þessum sviðum með það fyrir augum að gera tillögur að stefnu- mótun og mun leita samvinnu við stjórnvöld, stofnanir og atvinnu- vegi í því efni. Með þessari langtímaáætlun Rannsóknaráðs og með ályktun Alþingis má segja að málefni nýrra tæknisviða hafi komist á dagskrá af alvöru hjá ráðinu og hjá stjóm- völdum. Fljótlega eftir þetta var skipaður starfshópur á vegum ráðsins til að kanna horfur á þróun tölvu- og upplýsingatækni og gera tillögur til ráðsins um eflingu þess sviðs. Oddur Benediktsson próf- essor var formaður en Páll Jens- son, þá forstöðumaður Reikni- Tölvumál - 17

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.