Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 18
Nóvember 1995 stofnunar Háskólans, var fenginn til að að ritstýra skýrslugerð hóps- ins og kom hún út í ársbyrjun 1986. Starfshópurinn gekkst meðal annars fyrir nokkrum ráðstefnum um hugbúnaðariðnað, um íslensk- an rafeindaiðnað og um upplýs- ingaþjónustu og byggði starfs- hópurinn niðurstöður sínar m.a. á viðhorfum sem þar komu fram. Megintillaga nefndarinnar var að leita bæri sérstakrar íjárveit- ingar frá Alþingi til að byggja upp upplýsingaiðnað með opinberum framlögum að upphæð 65 milljónir króna á ári í ijögur ár (verðlag 1986). Áhersla var lögð á samstarf opinberra aðila og samtaka at- vinnulífsins um framkvæmd slíkrar áætlunar. I meginatriðum snerist áætlunin um eftirfarandi atriði: 1. Uppbygginguþekkingarásviði upplýsingatækni. 2. Eflingu tölvuiðnaðar. 3. Skipulag upplýsingamála. 4. Um upplýsingaveitur og upp- lýsingaþjónustu. 5. Gæða- og stöðlunarmiðstöð. 6. Persónuvemd. 7. Félagslegarrannsóknirááhrif- um upplýsingatækninnar. Viðbrögö Rann- sóknaráðs ríkisins og stjórnvalda Á þeim tíma sem tillögur starfs- hópsins komu fram blésu nýir vindar í málefnum rannsókna- og þróunarstarfsemi, því árið 1985 gerði ríkisstjóm Islands sérstaka samþykkt um stofnun Þróunar- félags íslands og um sérstakt 50 milljón króna framlag í styrktar- sjóð á vegum Rannsóknaráðs ríkis- ins til að hvetja rannsóknir og þróunarstarf í þágu nýsköpunar í atvinnulífí. Þótt ekki væri hægt með því takmarkaða fjármagni að fylgja að fullu tillögum starfs- hópsins um fjárveitingu að upphæð 65 milljónir króna á ári í heildar- átak á sviði upplýsingatækni, var þó hægt að byrja stuðning við margvísleg verkefni sem lutu að uppbyggingu þekkingar og eflingu þróunarstarfs í tölvu- og hugbún- aðariðnaði. Hefur hlutur tölvu- þjónustu, svo og verkefna þar sem tölvutækni og hugbúnaður er mikilvægur þáttur, verið umtals- verður og vaxandi þáttur í styrk- veitingum úr Rannsóknasjóði, (nú Tæknisjóði á vegum Rannsókna- ráðs Islands). Lauslega áætlað er þessu hlutdeild um 20% af styrk- veitingum á tímabilinu. Mörg af árangursríkustu verkefnum sem sjóðurinn hefur stutt, að því er varðar nýmæli í útflutningi, er einmitt á sviði tölvutækni og hug- búnaðargerðar. Má þar nefna eftirfarandi dæmi: 1. Þróun tölvusjóntækni með sam- vinnu Marel hf., Upplýsinga- og merkjafræðistofu Háskólans og SH, SÍF og Sjávarafurða- deildar SÍS (nú íslenskar sjávarafurðir hf.). 2. Vaki-fiskeldiskerfi hf. - tæki til talningar og greiningar á stærð og lögun fiska í fiskeldisstöðv- um og ám. Roþskali Mynd 2. Heildarútgjöld til RoÞ ásamt vergri þjóðarframleiðslu árin 1971 til 1993 og framlag fyrirtækja til RoÞ, (Yerðlag ársins 1993 í þús. kr.) VþF ska|j □ Heildarútgjöld til RoÞ □ Framlag fyrirtækja til RoÞ 1 Verg þjóðarframleiðsla 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.