Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Síða 19

Tölvumál - 01.11.1995, Síða 19
Nóvember 1995 3. Taugagreining hf. - tæki og hugbúnaður til greiningar á taugarafboðum, - nýr stafrænn heilalínuriti. 4. Flaga hf. - handhæg tæki til greiningar og vöktunar á hjart- slætti og fleiri þáttum iíkams- virkni. 5. Rafhönnun hf. - hermar fyrir jarðvarmaveitur og vatns- virkjanir. 6. Atorka hf. - fjargæslustöðvar fyrir orkuveitur. 7. Stjömu-Oddi hf. - þróun á fisk- merki til síritunar á hitastigi og þrýstingi til könnunar á sjávar- ástandi á farleiðum físka. Fyrir utan stuðning við einstök vöruþróunarverkefni má nefna stuðning við þekkingamppbygg- ingu við þróun á afkastamiklum reiknialgrímum, leiðum til gagna- þjöppunar á röntgenmyndum fyrir upplýsingavætt heilsukerfí, þróun á upplýsingakerfum fyrir sjávar- útveg og margt fleira. Aukin þátttaka at- vinnulífs í rannsókn- um og þróunarstarfi I athugun sem Rannsóknaráð hefur gert annað hvert ár frá 1971, hefur komið fram að hlutur at- vinnulífsins í rannsókna- og þró- unarstarfi á íslandi hefur farið ört vaxandi á síðari árum, sérstaklega frá árinu 1985 eins og sést á mynd 2. Samtímis þessum hlutfalls- breytingum hefur að sjálfsögðu orðið veruleg aukning á heildarum- fangi rannsókna á íslandi. Drjúgur hluti þeirrar aukningar stafar af auknum umsvifum fyrirtækja á sviði upplýsinga- og tölvutækni. Nú eru á skrá hjá Rannsóknaráði um 190 fyrirtæki sem stunda ein- hverjar rannsóknir og þróunar- starf. Þar af eru tæplega 40 sem verja milli 10-100 millj.kr. á ári. Á mynd 3 má sjá breytingar sem orðið hafa á hlut fyrirtækja og samsvarandi samdrætti hjá rann- sóknastofnunum atvinnulífsins. Fllutur háskóla hefur hinsvegar nokkumveginn haldist óbreyttur. Ef hlut fyrirtækja er skipt eftir atvinnnuvegagreiningu fyrirtækj- anna sem rannsóknimar stunda og lögð eru saman framlög á árinu 1990, 91 og 93, fæst mynd 4. Þar sést að þáttur tækjaframleiðslu fyrir fiskvinnslu er mjög stór. Þar eru meðal annars fyrirtæki eins og Marel hf. sem að stórum hluta byggja þróunarstarf sitt á tölvu- tækni. Þáttur fyrirtækja sem skráð eru í tölvuþjónustu og hugbúnaðar- gerð er einnig mjög stór. Að öllu samanlögðu má segja að tölvu- og hugbúnaðariðnaðurinn í víðum skilningi eigi stóran hlut í þeirri aukningu sem orðið hefur á þró- unarstarfi fyrirtækja á umliðnum árum. Þegar má greina marga áhugaverða vaxtarbrodda á þessu sviði, sem m.a. eru farnir að segja til sín í útflutningsskýrslum. Mynd 3. Framkvæmd RoÞ starfsemi eftir framkvæmdaaðilum Atvinnufyrirtæki Sjálfseignarstofnanir Opinberar Æðri menntast. rannsóknastofnanir □ 1971 0 1981 0 1993 Tölvumál - 19

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.