Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 18
TOLVUMAL söguleg gögn þurfi að vera tiltæk í ákveðinn árafjölda aftur í tímann. • Afritun, geymsla • Gagnagrunnur, skrár, aðrir miðlar 3. Rekstrarörvggi. sem felur í sér skipulag, eftirlit og umsjón með gervöllu tölvuumhverfinu. Rekstur tölvukerfa byggir á fyrirfram skilgreindum öguð- um reglum og vinnubrögðum og öryggið er fólgið í að öll tannhjólin snúist á samræmdan máta, þar sem t.d. þessi atriði eru mikilvæg: • Varabúnaður: tölvur, netbúnað- ur, varalínur, varaleiðir • Uppitími, svartími • Varaafl, rafaflstöð • Traust og aðgengileg þjónusta birgja og umboðsaðila 4. Umhverfisörvggi snýr að þátt- um í umhverfi sem hafa áhrif á forsendur fyrir öðrum öryggis- þáttum, en eru í sjálfu sér ekki tölvutæknilegs eðlis. Þar er um að ræða atriði eins og: • Aðgengi að húsnæði, vélbúnaði • Eldvarnir, rakavarnir o.s.frv. ■ Fræðsla, siðareglur Hvaðan stafar hættan Allir geta orðið fyrir skakka- föllum vegna ónógra öryggisráð- stafana. Sérhver notandi tölva þarf að vera meðvitaður um hættur sem þar geta leynst og ógnað þeim verðmætum sem í þessum búnaði liggja bæði í formi gagna, hug- og vélbúnaðar. Hjá fyrirtækjum verða flest skakkaföll af völdum notenda innan fyrirtækjanna sjálfra, oftast vegna handvammar eða fikts, en líka vegna mis alvarlegra afbrota eða afbrotatilrauna. Það er því réttmætt að segja að öryggisvanda- mál séu frekar vandamál vegna fólks en tölva, því þótt tölvur geti vissulega bilað gera þær ekki mistök eða fremja afbrot, þó þeim sé stundum beitt til slíkra verka. Orsakir öryggisvandamála eru því oftast mannlegur breyskleiki, mis- tök, vanræksla eða vanþekking. Astæður fyrir slíkum vanda- málum liggja oft í því að tækninni fleygir fram úr þekkingunni. Starfsfólk getur ekki sinnt sem skyldi þekkingaröflun og fyrirbyggjandi aðgerðum. Algeng- asta ástæðan er þó sú að í mörgum fyrirtækjum er verulegur skortur á mannafla til að skipuleggja og annast slík fyrirbyggjandi verk vegna þess að stjórnendur skynja ekki mikilvægi þessarar undirliggj- andi vinnu, þar sem hún er ekki sýnileg ef allt er með felldu. Það er ekki fyrr en skaðinn er skeður að ástandið verður öllum of ljóst. Öryggisstefna, öryggismarkmið Öryggisvitund er mikilvæg í menningu hvers fyrirtækis og verður eingöngu náð með mark- vissri upplýsingu og fræðslu til allra starfsmanna. Hjá tækni- hneigðu fólki gleymist oft að upp- lýsingaleynd og gagnaöryggi á ekki síður við um gögn á öðru formi en tölvutæku. Til að koma formlegu skipulagi á tölvuöryggis- mál fyrirtækja og öryggismál almennt er alger forsenda að fyrir liggi skráð öryggisstefna og skýrar öryggisreglur. Þessar reglur þurfa að spanna allan vettvang tölvu- og upplýsingamála og vera studdar og fylgt eftir af æðstu stjórnendum hvers fyrirtækis. I öryggisreglum þarf að kveða skýrt á um hvað skuli verja, hvers vegna, fyrir hverjum og með hvaða hætti eigi að bregðast við þegar út af bregð- ur. Viðbrögð þurfa að vera ljós fyrirfram áður en áföll verða, svo ekki þurfi að taka skyndiákvarð- anir undir þrýstingi. Öryggisstefna lýsir hins vegar ekki á tæknilegum nótum hvernig skuli framkvæma hlutina. Áhættumat Þegar öryggisstefna er undir- búin er nauðsynlegt að meta alla viðeigandi þætti í verðmæti eign- anna (t.d. upplýsinga, ímyndar fyrirtækisins o.s.frv.) annars vegar og hins vegar áhættuna sem tekin er með óbreyttu ástandi. Þessar tvær hliðar verður að setja á vogar- skálar hagkvæmnimats og setja öryggismarkmið sem eru innan skynsamlegra marka. Þau mark- mið þarf svo að endurskoða með reglulegu millibili til að halda jafn- væginu. Við þetta mat þarf að tína til öll aðföng sem geta orðið fyrir skakkaföllum ef öryggismál bregðast. Þar eru atriði eins og 1. Vélbúnaður (t.d. tölvur og tölvuhlutar, prentarar, netbún- aður, gagnalínur) 2. Hugbúnaður (t.d. stýrikerfi, forritakóði, samskiptabúnaður, grei n i ngarbúnaður) 3. Gögn (t.d. í gagnagrunnum, geymd áböndum, gisladiskum, prentuð) 4. Fólk (t.d. almennir notendur, þeir sem halda upplýsingakerf- um í gangi) 5. Heimildaskrár (t.d. um vélbún- að, lýsingar á forritum, um- 18 - JÚNÍ1997

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.