Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 22
3ja laga biðlari/miðlari T O L V U M Á L Skipta má langflestum við- skiptalegum viðfangskerfum í 3 hluta eða lög: notendaskil, rökhluta (úrvinnslu gagna) og gagnasafns- kerfið. Með því að skipta við- fangskerfunum upp eftir þessu lík- ani vinnst margt: • Sveigjanleiki stóreykst. • Hægt er að dreifa rökhlutum um tölvur umhverfisins og keyra hvem þeirra þar sem best hentar. • Fyrir tilstilli miðjubúnaðar, þ.e. hlutbundinna forrita miðlara (object request broker, t.d. CORBA eða DCOM), má dreifa sömu rökhlutum á marga viðfangamiðlara og ná þannig fram álagsdreifingu og auknu rekstraröryggi. • Hugbúnaðargerð verður auð- veldari til lengri tíma litið. • Kostur gefst á að keyra aðeins notendaskilin á PC/Nettölvunni sem minnkar kröfurnar til notendabúnaðarins. Sem sagt: 3ja laga högunin býður upp á mikla hagræðinga- kosti og er forsendan fyrir „mjóa“ biðlaranum. Auðvelt er að þróa 3ja laga við- fangskerfi núorðið þar sem flest biðlara/miðlara þróunartól á markaðnum styðja það. Reyndar var hið íslenska LOUIS frá Softís meðal þeirra fyrstu. Nettölvuhögunin í megin atriðum snýst nettölvu- högunin (NCA) ekki um einhvem áþreifanlegan hlut sem kallaður er nettölva. Hér er frekar um að ræða hugbúnaðarhögun, sem saman- stendur í grundvallaratriðum af helstu TCP/IP prótókólunum og þjónustum, Java-umhverfi, vef- skoðara o.fl. eða helstu afurðir Intemet-sprengingarinnar miklu. Nettölvan, þ.e. áþreifanlegi hluturinn, er engan veginn njörvuð föst niður í skilgreiningum þannig að menn hafa nokkuð frjálsar hendur með hönnun sjálfs vélbún- aðarins svo framarlega að hann styðji þá hugbúnaðarhögun sem áður var nefnd. Af gjörvaafli má gera ráð fyrir að dæmigerðar net- tölvur verði svipaðar og meðal PC-tölvur. En lykilatriðið, sem mun gera þær hagkvæmari í rekstri, er að þær munu almennt ekki hafa harðan disk heldur munu sækja allan viðfangshugbúnað og gögn frá miðlurum þannig að allt hug- búnaðarviðald hvað þær varðar er miðlægt. Opinbert meginmarkmið með NCA er að stórlækka kostnað við rekstur tölvuumhverfisins. Gera má ráð fyrir að hver nettölva í umhverfinu verði jafn létt í rekstri og VT skjáimir voru í gamla daga án þess þó að hinn almenni notandi þurfi að fórna myndrænu notendaskilunum sem hann er orðinn vanur. Fyrir- svarsmenn NCA halda því fram að heildar eignarhaldskostn- aðurinn við nettölvurnar verði um 20% af því sem PC-vélarnar kosta. Aætla má að nettölvan komi til með að fullnægja þörfum 90- 95% starfsmanna í dæmigerðu viðskiptaumhverfi. Afgangur- inn, þ.e.a.s. ofurnotendurnir, sem eru t.d. að vinna við hugbúnaðar- þróun, flókna gagnagreiningu eða grafíska hönnun halda áfram að nota fullbúnar vinnustöðvar. Líklegt verður að teljast að nettölvan eigi eftir að ná verulegri útbreiðslu í fyrirtækjum á næstu árum. Stuðningurinn við hana af hálfu aðila iðnaðarins er mjög mikill. Nær allir helstu framleið- endur eru þar á meðal, en fremstir í flokki eru Oracle, IBM, Sun, Netscape og Corel. Mikið af hugbúnaði fyrir NCA streymir nú á markaðinn. Ber þar helst að nefna biðlara/miðlara þróunarhugbúnað frá mörgum af helstu framleiðendum slíks bún- aðar sem í ófáum tilvikum gerir það að verkum að ekki þarf annað en að endurþýða viðfangskerfi til að þau keyri á nettölvum. Þá er á A1 taVista Firewall 10 x Windows NTWS AS 800 RA310 AS 800 Alphaserver Alphaserver 4000 100 MB Memory Channel 1000A DIGITAL Cluster for WNT DIGITAL UNIX TruCIuster Mynd 1. Fyrinnyndar stofnkerfi byggt á tveimur klösum af AlphaServer miðlurum, annarsvegar Windows NT Qf> hinsvegar PÍRÍtal UNIX. I senn er það mjög afkastamikið, bilanaþolið, sveigjanlegt og ódýrt í rekstri.___ Hlutverkaskipanin í dœminu okkar er þessi: A: gagnasafnskerfi (lag 3), viðfangakerfi (lag 2), varavél f. þjónusturá B. B: vöruhús gagna, OLAP, intranet/NC-miðlari, viðfangakerfi (lag 2), ORtí, DCE, Legato Networker afritunarmiðlari, varavélf. þjónustur á A. C: skráa- og prentaraþjónusta, viðfangakerfi (lag 2), intranet/NC-miðlari, hópvitinuketfi, varavél f. þjónustur á D. D: viðfangakerfi (lag 2), ORB, DCE, póstmiðlari, varavél f. þjónustur á C. 22 - JÚNÍ1997

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.