Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 20
T tengingu og þjónustu fylgja ekki bara þægindi, heldur líka ákveðnar hættur og líkur á að hver um sig geti valdið þekktum og óþekktum öryggisholum. Það er því mikils vert að strax í upphafi sé metið hvort þessar þjónustur séu þess virði fyrir fyrirtækið og starfsemina að þær séu settar upp. Nýjar hættur Gríðarleg samkeppni kyndir undir glannaskap í útgáfu hugbún- aðar sem settur er á almennan markað. Nýlegt dæmi um slíkt er vef- ráparinn Intemet Explorer frá stór- fyrirtækinu Microsoft, sem berst grimmilega fyrir markaðshlutdeild sinni á Internetinu. Að því komust háskólapiltar í Bandaríkjunum fyrir tilviljun að með einfaldri að- gerð getur hver sem er sett upp sérstaklega útbúna vefsíðu, sem inniheldur „illa innrættar" skrár eða forrit. Þegar notandi smellir á viðkomandi netslóð er hægt að útfæra aðgerðir þannig að forritið flytjist inn á tölvu hans og keyri þar. Þetta forrit getur verið af hvaða tagi sem er, t.d. eyðilagt öll gögn á diskum eða snuðrað á net- búnaði fyrirtækis eftirviðkvæmum upplýsingum, o.s.frv. Semsagt dæmi um hvernig hægt er að kom- ast bakdyramegin inn í tölvukerfi fyrirtækja, framhjá netvirki og líka dæmi um fljótræðisleg vinnubrögð og skeytingarleysi hugbúnaðar- framleiðanda sem setti á markað illa prófaða vöru. Viðbrögð við fréttum af þessu í fyrirtæki því sem ég vinn hjá, þar sem öryggið er sett í öndvegi, voru þau að öllum veftengingum út úr húsi var snarlega lokað og viðeig- andi ráðstafanir gerðar, en þær voru m.a fólgnar í því að sækja lagfæringar frá framleiðanda og dreifa til notenda og sannreyna að þau meðul virkuðu. Slíkar að- gerðir eru hreint ekki vinsælar hjá notendum, en þessi litla reynslu- Ö L V U M Á saga úr hversdagnum sýnir einmitt nauðsyn þess að á bak við slík við- brögð liggi skýr og þekkt fyrirmæli í öryggisstefnu sem skyldi um- sjónarmenn að bregðast faglega við en þeir þurfi ekki að taka skyndiákvarðanir í andstöðu við háværar kröfur notenda um þjónustur. Neyðaráætlun Síðasti stóri liðurinn sem ég vildi nefna í þessu yfírliti er líklega sá mikilvægasti þegar á hólminn er komið, en það er ítarleg neyðar- áætlun. Þessari áætlun má líkja við leikplan hjá íþróttafólki; hvernig á fyrirfram að skipuleggja og æfa markvisst sókn og sigur í barátt- unni við illskeyttan andstæðing. Tilgangurinn er að minnka áhrif áfalla á rekstur fyrirtækisins og stytta þann tíma sem tekur að koma rekstri af stað aftur eftir meiri háttar áföll. Neyðaráætlunin hvetur til skil- greininga og agaðra vinnubragða og stuðlar því að öruggara rekstr- arumhverfi. Aætlunin inniheldur nákvæma lýsingu á öllum hlut- verkum sem koma við sögu í upp- setningu og rekstri alls tölvu- umhverfis, allt frá húsnæði til notendahugbúnaðar til kerfis- forritunar. Hún felur í sér ná- kvæma lýsingu á öllum hugbúnaði og vélbúnaði og lýsingu á því hver ber ábyrgð á tilteknu hlutverki sem þarf að sinna í tölvumálunum. Þar er líka að finna lýsingu á því í hvaða röð ber að grípa til viðeigandi aðgerða miðað við þá neyð sem skapast hefur. Æfingar eru fastur liður í við- haldi neyðaráætlunar. Þannig er oft hægt að komast að og fyrirbyggja vandamál með æfingu í sýndar- ástandi, í stað þess að lenda í því í raun og veru. Það er nauðsynlegt að allir starfsmenn komi að og taki þátt í gerð og viðhaldi neyðaráætlunar. ítarefni Ég vona að þetta yfirlit geti nýst einhverjum við uppsetningu eða endurskoðun á eigin tölvu- umhverfi. Vonandi er það liður í að vekja fólk til umhugsunar um öryggisþætti þess og ef einhver hefur áhuga á að kynna sér málið frekar þá er hér bent á nokkrar uppsprettur til að byrja á. Bækur Building Internet Firewalls: Brent Chapman & Elizabeth D. Zwicky Computer Security Handbook: Richard H. Baker Firewalls and Internet Security: William Cheswick & Steven Bellovin Practical UNIX and Internet Secu- rity, 2nd Edition: Sirnson Garfinkel & Gene Spafford TCP/IP Network Administration: Craig Hunt Vef- / upplýsingasíður CERT hópur á íslandi: http://www.cert.isnet.is/ RFC geymslur: Vél: funet.fi, yfirlit í skjali rfc- index.txt RFC fyrir Öryggisáætiun: RFC1244 Tölvuöryggi almennt: http://cs.www.ncsl.nist.gov/ http://iss.net/ News groups comp. security. announce comp.security.misc Póstlistar Firewalls póstlisti: maj ordomo @ greatcircle. com með textanum „subscribe fire- walls“ Viðvaranir um holur cert-advisory-request@cert.org NT öryggismál request-ntsecurity@iss.net Rúnar Karlsson er með BA í félagsfrœði, BS í tölvunar- fræði og MA ínotkun tölva við þjálfun og kennslu. Hann starfar hjá Tölvumiðstöð sparisjóðanna. 20 - JÚNÍ1997

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.