Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 27
TOLVUMÁL Kynning - Teymi hf. Nettölvuhögun Oracle - byggir á þekktum og reyndum stöðlum Eflir EK/ar Sfein Þorkdsson Nettölvuhögun (Network Com- puting Architecture, eða hér eftir NCA) er ný högun þar sem leitast er við að leysa núverandi þróunar- og rekstrarvandamál. Þessi högun byggir á þekktum og reyndum stöðlum og er ekki verið að finna upp enn einn staðalinn, heldur reynt að tryggja þá staðla í sessi sem sannað hafa gildi sitt. NCA er eina högunin sem nálg- ast þróunar- og rekstrarvandamál alla leið. NCA er óháð umhverfum fyrir þróun og reksturs hlutbund- inna, netlægra upplýsingakerfa víðsvegar á netverkinu. Kjarni hinnar nýju högunar eru opnir og viðurkenndir staðlarar eins og CORBA 2.0 og HTTP/HTML. CORBA 2.0, sem þekktur er í dag sem best þróaða og nothæfa tæknin fyrir þróun á dreifðum hlutbundn- um umhverfum, inniheldur IIOP (Internet Inter-ORB (Object Re- quest Broker) Protocol) fyrir samskipti hluta og IDL (Internet Definition Language) fyrir ‘inter- face’ óháð forritunarmálum. Auk þess JAVA sem gefur forritunar- eiginleika, flytjanleika og útvíkk- unarmöguleika út alla högunina. NCA styður einnig ActiveX/COM (og DCOM) biðlara frá Microsoft í gegnum opna COM/CORBA samskiptalýsingu byggða á vinnu Object Management Group (OMG). I grundavallaratriðum byggir NCA á hylkjum og hylkjabraut sem boðskiptabraut milli óskyldra hluta sem ýmist eru biðlarahylki, hugbúnaðarhylki eða gagnahylki (sjá mynd). Hylki eru þróuð með núverandi tækni í C++, Java o.s.frv. Ennfremur er stjórnunar- umhverfi þar sem hugsað er fyrir öllum þeim þáttum sem máli skipta varðandi hylkin, samskiptin og rekstur miðlaranna. Dæmi um hylki á hugbúnaðar- miðlara má nefna hylki sem fær heimildir á úttektir kreditkorta, debetkorta og annara korta. Þetta hylki er á hugbúnaðarmiðlaranum þar sem það leitar ekki að upplýs- ingum í staðbundnum gagnagrunni heldur kallar út á netið eftir heimild og fær svar frá VISA, Eurocard eða RB um hemild eða synjun. Til að skrá svo viðskiptin tekur við annað hylki sem kallar á gagna- hylki sem að sér umskráningu við- skiptanna o.s.frv. Hylki á biðlara eru yfirleitt hugsuð sem grunn- þjónusta biðlara, eins og Java túlk- ur eða annað sem eðlilegt er að sé biðlaramegin í þessari högun. NCA er stefna fyrir hönnun, rekstur og stjórnun dreifðra upp- lýsingakerfa, þar sem dreifingin er fólgin í þeim möguleika að keyra hugbúnað og gagnagmnn(a) fyrir- tækisins á ótakmörkuðum fjölda miðlara. NCA sameinar eiginleika biðlara-miðlara heimsins, einfald- leika veftækninnar sem rekstrar- umhverfis, og útvíkkunarmögu- leika hlutbundna heimsins. NCA nálgast þarfir rnjög breiðs hóps viðskiptavina. Frh. á nœstu síðu Frh. afbls. 25 leiðslurisanna Mitsubishi og Sam- sung, Alpha 21164PC. Markmiðið er að láta þennan örgjörva keppa á sama verðbili og Intel Pentium er á og ná þannig til fjöldans á Windows NT markaðnum. 21164PC er fyrsti Alpha örgjörv- inn með innbyggðu skipanamengi fyrir margmiðlun (MVI), en það verður að finna í öllum nýjum Al- pha örgjörvum hér eftir. í fyrstu hrinu verður 21164PC til í 433- 600 MHz útgáfum. í lokin má svo geta þess að um mitt þetta ár kemur Alpha 21264 sem mun afkasta tvöfalt meira á sömu klukkutíðni en 21164A. Verður Alphan þá komin á kunnar slóðir, þ.e.a.s. 3-4 sinnum afkasta- meiri en keppinautarnir. Niðurstaðan Niðurstaðan af endurhögun- inni, sem hér var lýst, ætti að gleðja alla í fyrirtækinu. Fyrir lægri kostnað gefur hún meiri afköst og uppitíma og sveigjanlegan grunn til að byggja á til langs tíma. Helgi Örn Viggósson staifar hjá Digital á IslancLi. JÚNÍ1997 - 27

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.