Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 25
T véla og dreift þannig álaginu. Ef ein vél dettur út af einhverjum or- sökum falla þær þjónustur sem í gangi voru á henni sjálfkrafa yfir á aðraklasameðlimi. I stofnkerfinu okkar geta allt að tvær vélar verið niðri (t.d. ef uppfæra á stýrikerfi), ein í hvorum klasa, án þess að nokkur þjónusta sé úti. UNIX-megin getum við einnig nýtt klasann til að auka afköst einstakra verkefna með því að keyra þau í samhliða vinnslu á mörgum vélum. Fyrir tilstilli Memory Channel, sem er 100 megabæta/s minnistenging á milli klasameðlima, er skalanleiki mjög góður í samhliða vinnslu. Með Oracle Parallel Server fæst t.d. u.þ.b. 80% afkastaukning út úr vél númer 2 sem er aðeins innan við 10% lakara ef borið er saman við það að bæta við gjörva í SMP-vél. Digital hefur löngum haft for- ystu á sviði klasakerfa, enda fann fyrirtækið tæknina upp og kom henni á markað fyrir um 14 árum. Við hjá Digital á íslandi höfum meira en 10 ára reynslu í að setja upp og þjónusta klasakerfi með góðum árangri. Góð dæmi um við- skiptavini með klasakerfi eru Is- lenska álfélagið, með framleiðslu- stýringakerfið sitt, íslenska út- varpsfélagið og íslensk getspá. Við getum rétt ímyndað okkur hvað hver klukkutími í niðritíma gæti kostað þann síðastnefnda á laugar- degi með 6 földum Lottó-potti! Sveigjanlegt Næsta atriðið á kröfulistanum, „Sveigjanlegt og auðstækkanlegt“, væri alveg við hæfi að hafa sem titil kerfisteikningarinnar. í raun eru engin takmörk sett fyrir stækk- anleika, en möguleikamir eru hins- vegar æði margir, eða allt frá ódýr- um fínstækkunum eins og að skipta út örgjörva eða bæta einum við, upp í að bæta við nýjum miðlurum eða StorageWorks diskakerfum. Þá er það kostur að allar Alpha Ö L V U M Á vélamar geta keyrt bæði UNIX og Windows NT (auk OpenVMS) þannig að ef við þyrftum skyndi- lega að auka afköstin t.d. í NT klasanum gætum við einfaldlega og án fyrirvara víxlað vélum á milli klasanna. Til viðbótar gefur svo 3ja laga b/m líkanið okkur mikinn sveigjanleika eins og áður hefur komið fram. Hagkvæmt Fjórðu kröfunni, þ.e. lágum rekstrarkostnaði, er vel mætt hér. Megin kostnaðurinn mun koma frá gagnasafnskerfinu og þeim við- fangshugbúnaði sem notaður verður. Með öllum vélbúnaðinum fylgir 3ja ára ábyrgð og, eins og áður er getið, byggir hann á iðn- aðarstöðlum þannig að viðbætur eru ódýrar. Ekki þarf hámenntaðan sér- fræðing til að sjá um daglegan rekstur. Bæði Digital UNIX og Windows NT hafa auðlærð mynd- ræn notendaskil sem ná til allra helstu verka kerfisstjóra. Samkvæmt ítarlegri úttekt bandaríska ráðgjafafyrirtækisins D.H. Brown (mars ’96), á gæðum opinna stýrikerfa fyrir viðskiptaleg umhverfi, er Digital UNIX í fyrsta sæti. Fyrir utan að vera eina heild- stæða 64-bita lausnin á UNIX markaðnum sker það sig m.a. úr fyrir öflug gagnageymsluundir- kerfi, þar sem Polycenter Advaned File System og Logical Storage Manager eru í stafni, ásamt Legato Networker (afritunarkerfi fyrir allt netið). Með Digital UNIX má vinna flest viðhaldsverk á meðan kerfið er í fullri vinnslu, t.d. að skipta út eða bæta við diskum, stækka eða færa skráakerfi eða jafnvel að breyta um RAID stig á þeirn, taka heit afrit o.s.frv., verk- efni sem í flestum stýrikerfum krefjast niðritíma og næturvinnu. L Líftími Síðasta atriðið á kröfulistanum fjallar um fjárfestingarvernd. Þegar nýtt kerfi er keypt er mikil- vægt að það, sem fyrir valinu verður, sé ekki byggt á tækni sem er að komast á enda lífdaga sinna. Reynslan sýnir að þegar stórar breytingar verða sleppir öllum alvöru stuðningi við hið gamla. Framleiðendur einbeita kröftum sínum að hinu nýja, því þar liggja mestu tekjumöguleikarnir. Menn eru því neyddir til að fylgja straumnum, annars fá þeir ekki notið nýrra kosta og sitja uppi fyrr en varir með úreld kerfi, sem í þokkabót verða alltaf dýrari í við- haldi en hin nýju. Með þeim búnaði sem lagt er upp með í stofnkerfinu okkar er engin áhætta tekin á fjárfestingar- slysi. Windows NT er á hraðri upp- leið á markaðnum. Digital UNIX byggir á nýkynslóðar stýrikerfis- tækni og uppfyllir þegar í dag þá megin kosti sem aðrir hafa skil- greint sem „næstu kynslóðar UNIX“ og áætla má að komi á markaðinn um aldamótin. Alpha gjörvahögunin er nú sú eina sem Microsoft styður fyrir Windows NT, að Intel x86 högun- unum frátöldum, en að margra áliti verður aðeins um þessar gjörva- haganir að ræða í miðlurum næsta áratugar. 64-bita útgáfa af Win- dows NT er væntanleg í kringum næstu áramót, en aðeins fyrir Al- pha til að byrja með eða þar til hinn 64-bita Intel P7/Merced kemur á markaðinn undir lok þessarar aldar. Yfirburðir Alpha, þegar að af- köstum er komið, verða ekki véfengdir. Hraðvirkasti Alpha ör- gjörvinn sem hægt er að kaupa í dag keyrir á 600 MHz (21164A) og er í heiltöluafköstum 60% hrað- virkari en næsti keppinautur og 35% í fleytitölum. Nýlega kom á markaðinn, í samstarfi Digital og fjöldafram- JÚNÍ1997 - 25

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.