Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 29

Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 29
TOLVUMAL Windows NT miðlara og tengdur inn í högunina sem annar miðlari á netinu. Engin ný vísindi þar! Biðlara-miðlara högun eins og hún er í dag er góðra gjalda verð, enda þekkt útfærsla sem hefur reynst vel að flestu leiti. Feitir biðl- arar þar sem allur hugbúnaðurinn er keyrður á biðlara hefur reynst erfiðlega, einkum með tilliti til rekstrarkostnaðar, því þörf er á því að skipta út tölvubúnaði á 2-3ja ára fresti, m.v. að elta allar nýjar útgáfur fyrir Windows stýrikerfis- ins og á öðrum hugbúnaði. Auk þessa hefur það reynst aðilum erfitt og kostnaðarsamt að upp- færa hugbúnað á biðlurum, því vinnan er hlutfallslega sú sama hvort um er að ræða 10 eða 100 manna fyrirtæki. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa einfaldlega sagt hingað og ekki lengra, og neita að uppfæra biðlara sína með þeim nýjasta Windows hugbúnaði. Þessi þróun m.a. hefur fengið aðila eins og Oracle, SUN, IBM o.fl. til að hugsa tölvuvinnslu upp á nýtt. Eignarhaldskostnaður Wintel (Windows á Intel) umhverfa er mjög hár, þrátt fyrir lágt innkaups- verð. Á heimasíðu Intel (http:// www.intel.com/managedpc/ primer/glossary.htm#TCO) kemur fram að heildar eignarhaldskostn- aður Pentium einkatölvu á neti er um $8.000, meðan að aðilar eins og Gartner Group (http://www. gartner.com) tala um $12.000 og sést hafa tölur allt upp í $15.000. Hvað sem því líður þá er ljóst að eignarhaldskostnaður Wlntel er mönnum ofviða og þörf er hagkvæmari leiða. Reyndar koma fram á heimasíðu Intel miklar útlistanir á því hvernig hægt sé að draga úr þessum mikla eignar- haldskostnaði, með hugbúnaðar- stýrðri netstjórnun. Slík lausn sem kallar á enn eitt flækjustig, sem í raun væri algjörlega óþarft nema það að PC netumhverfi eru orðin allt of flókin, og leysir netstjórnun af þessum toga ekki þann vanda sem raunverulega er til staðar. Það er því þörf á einfaldari og betri leiða til reksturs tölvuneta. Nýverið var nettölvufjölskyld- an kynnt af NC Inc. (dótturfyrir- tæki Oracle Corp.), en þar kennir margra grasa. NC Desktop™, NC Card™, NC Services™ og NC Server™ er fjölskylda hugbúnaðai' og vélbúnaðar sem er ætlað leysa vandamálin sem að steðja í dag á hagkvæman og einfaldan hátt. Ný- verið kynnti Oracle og NCI þessa lausn og verður hún boðin í mis- munandi útfærslum. Fyrir 5 not- enda umhverfi þá kostar slíkur pakki um $5.000, og hver viðbót- arnotandi kostar svo $149. NCA og nlc verður kynnt á íslenska markaðnum á næstu vikum. Þegar líður á sumarið fara fyrstu upp- setningar í gang og nettölvan, eða öllu heldur nettölvuhögunin verður þá alls ráðandi frá og með næsta hausti. Frekari upplýsingar um net- tölvuhögunina er að finna á heimasíðu Oracle (http://www. oracle.com/nca) og um nettölvuna á heimasíðu NC Inc. (http:// www.nc.com). Elvar Steinn Þorkelsson er tölvunarfrœðingur frá Cali- fornia State University, og starfar nú sem framkvœmda- stjóri hjá Teymi hf JÚNÍ1997 - 29

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.