Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 33

Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 33
TOLVUMAL Hraðbraut 64 frá IBM Eftir Heimi Ertinasson Tölvuiðnaðurinn er nú á kross- götum. Nýlegar tækniframfarir hafa valdið því að framleiðendur hálfleiðara geta nú búið til 64 bita örgjörva í einum kubbi. Flestir tölvuframleiðendur hyggjast setja þessa örgjörva í tölvur sínar. IBM eru á meðal þeirra fáu sem hafa stigið skrefið algjörlega sbr. IBM AS/400. 64 bita hraðbrautin, sem búin hefur verið til, er mikilvæg sökum þess að kröfur um vinnslugetu eru að aukast. Erfitt er að mæta þess- um kröfum með 16 og 32 bita ör- gjörvum sem við þekkjum í dag. Nú þegar eru stór gagnakerfi tekin að reyna mjög á þau 4 gígabæti af minni sem 32 bita örgjörvi gefur kost á. 64 bita örgjörvi ryður þess- um takmörkunum úr vegi og eykur afkastagetu forrita. Hraöahindranir Sum tölvufyrirtæki eru hins vegar í erfiðleikum með að fá forrit sín til að virka á 64 bita örgjörvum vegna þess að tölvur þeirra eru „tækniháðar“, sem þýðir að breyt- ingar á vélbúnaði eins og örgjörva kalla á breytingar á sjálfum forrit- unurn. Forrit sem voru upphaflega skrifuð fyrir 16 og 32 bita örgjörva geta ekki nýtt sér alla þá möguleika sem 64 bita örgjörvi veitir, nema með einhvers konar aðstoð. T.d. getur þurft hermiforrit eða víxlun á vinnsluham, eða umskrift á for- ritinu. Einnig verður óhjákvæmi- legt að umskrifa einhver af þeim stýrikerfum sem fyrir eru. Mörg ár eiga eftir að líða áður en hægt verður að aðlaga megnið af þeim hugbúnaði sem nú er á markaðnum 64 bita tækninni. Þetta á þó ekki við um hugbúnað fyrir AS/400 tölvuna, sem er óháð tæknibúnaði á þann hátt að forittun og vélbún- aði er haldið aðskildum. Þessi högun veldur því að öll AS/400 forrit geta nú þegar ráðið við 64 bita. Þegar IBM setti 64 bita ör- gjörva í AS/400 tölvuna varð leik- ur einn að keyra þann hugbúnað sem til var fyrir, án þess að þörf væri áhermifomtun, vinnsluhams- víxlun eða umskriftum. IBM PowerPC örgjörvinn Örgjörvinn í AS/400 er 64 bita RISC kubbur sem hlotið hefur heitið PowerPC. Ráðgert er að með tímanum verði PowerPC- örgjörvinn, sem IBM hannaði í Frh. á næstu síðu Frh. affyrri síðu sem tengt er IBM Web Server hug- búnaðinum. Og hvað með Lotus Notes? Chrysler áætlar að verða með 25.000 Notes notendur á stórtölv- um og sá fjöldi gæti tvöfaldast þegar birgjar þeirra bætast við (DM). Það sem á eftir að ýta stóru fyrirtækjunum út í Internet þjón- ustu á stórtölvum (S/390) eru rafræn viðskipti (electronic com- merce). S/390 er eðlilegt umhverfi fyrir slík viðskipti því þar eru gögnin í flestum tilfellum. Auk þess er stórtölvuumhverfið tölu- vert á undan öðrurn hvað varðar öryggi, áreiðanleika og gagna- geymslur. Þar að auki er mögu- leikinn á stælckun (scalability) margfalt betri en í öðrum tölvuum- hverfum og slíkt er nauðsynlegt fyrir rafræn viðskipti þar sem hægt verður að veita milljónum við- skiptavina aðgang að gögnum og upplýsingum. IBM System/390 er í mikilli sókn. Það er ekki aðeins vélbúnað- urinn sem er í hæsta gæðaflokki, heldur er það einnig hugbúnaður- inn sem verður að uppfylla strang- ar kröfur þeirra fyrirtækja sem eiga allan sinn rekstur undir því að tölvukerfin gangi. Eg t.d. hef séð einfaldan útreikning sem sýnir að stöðvun tölvukerfanna hjá Chrysler kostar milljón dollara á klukkustund, beint tekjutap. Slík fyrirtæki geta aðeins valið það besta og öruggasta sem er System/ 390. Tilvísanir: - (DM) Datamation í april 1997 Are mainframes cool again? DavidSimpson. - (IDC) Intemational Data Corp. Framingham, Mass. (Markaðs- rannsóknir). - Intemet: http://www.s390.ibm.com Hjálmtýr Guðmundsson, kerfisfrœðingur, starfar hjá Nýherja hf. JÚNÍ1997 - 33

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.