Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 21
TOLVUMÁL Tölvuumhverfi fyrir næsta áratug - með DIGITAL Alpha miðlurum Effir Helaa Öm Vaaósson Nýjungar í högun upplýsinga- kerfa, sem hafa verið að þróast undanfarin ár, lofa meiri gæðum á sama tíma og þær gefa kost á að lækka kostnað/verulega. Nú þegar ekkert stenduríí vegi fyrir að menn geti byrmð ,að nýta sér afurðir þessarar þróunar er ráð að skoða hvemig vænlegast væri að fjárfesta í kerfum sem sigla á með inn í nýja öld. í greininni ætla ég að endur- haga tölvukerfi framsækins fyrir- tækis sem ætlar sér að nýta upp- lýsingatæknina til hins ítrasta í þágu aukins hagnaðar og styrkari samkeppnisstöðu. Um er að ræða gervifyrirtæki með 100 notendur og, í samræmi við ofangreinda ætl- un, gerir það miklar kröfur til gæðakerfisins en komum að því síðar. Ekki er úr vegi að líta aðeins til baka þó ekki lengra en til síðasta áratugar til að glöggva sig á hvað hefur rekið okkur í þá stöðu sem við erum í nú. Kostnaður úr böndum Fyrir u.þ.b. áratug kvörtuðu menn sáran yfir því hvað stóru miðlægu tölvurnar væru dýrar og áttu þá aðallega við kaupverð vél- og hugbúnaðar og viðhaldsgjöld. Undir lok síðasta áratugar tóku margir til þess ráðs, undir því yfir- skini að spara, að skipta þeim alfarið út fyrir net af PC-vélum. Fleiri héldu stóru vélunum þó inni en í þeim tilvikum komu fljótlega í stað skjánna á skrifborðunum PC-vélar og færðust viðföng, eins og t.d. ritvinnsla, og töflureiknir á þær en skjáhermar notaðir fyrir aðgang að miðlægu viðfangskerf- unum. Næsta skref var svo biðlara/ miðlara högun þar sem hlutverk þeirra stóru breyttist gjaman í að vera gagnasafnsmiðlarar, á meðan PC-vélamar sáu um notendaskilin og rökhluta viðfangskerfanna, þ.e.a.s. 2ja laga biðlara/miðlara högun. Rétt er að stóru tölvurnar voru rándýrar og allur búnaður í kring- um þær ef við berum saman við það sem gerist nú. Fyrir hálft óframreiknað verð VAX 11/750 sem keypt var fyrir 12 ámm fæst nú AlphaServer sem hefur ríflega 1000-föld gjörvaaflcöst. En þrátt fyrir þetta hefur eignarhalds- kostnaður heildar tölvuumhverfís- ins aukist verulega. Kostnaðarbólgan liggur í PC- vélunum sem er að finna á hverju skrifborði í flestum fyrirtækjum. í einni mest tilvísuðu skýrslu sem Gartner Group hefur gefið út, kemur fram að heildar eignar- haldskostnaður hverrar PC-vélar í bandarísku stórfyrirtæki, yfir 5 ára tímabil, er um 2.8 milljónir íslenskia króna. Eins og gengur véfengja mai'gir þessa tölu og segja hana allt of háa, en af henni eru jú 43% kostnaður sem venjulega kemur ekki fram í bókhaldi á „réttum" stað. Sumir telja hana þó of lága, meira að segja þeir hjá Intel eftir ítarlega innanbúðar- könnun. Eitt er víst, flestir eru sammála því, að þessi kostnaður er langt fyrir ofan skynsemismörk, hver sem hann er nákvæmlega. Það liggur sem sagt í augum uppi hvar meinið liggur. PC-vélin, eða „feiti“ biðlarinn, er orðinn of frekur til fjársins og verður því að endurskoða hlutverk hans í fyrir- tækinu. Megrunarkúrinn mun felast í nokkrum samvinnandi stefnum. Þar ber fyrst að nefna þriggja laga biðlara/miðlara högunina, net- tölvuhögunina (Network Comput- ing Architecture) og NetPC, þ.e. svar Microsoft og Intel við þeirri ógn sem þeir sjá í nettölvunni og gengur út á að stórlækka eignar- haldskostnað af Wintel höguninni. NetPC er sem sé niðurskorin disk- laus PC, svipuð þeim nettölvum sem kynntar hafa verið, nema hvað Windows 95/NT er stýrikerfið og gjörvarnir Intel Pentium eða DIG- ITAL Alpha. Aðalpunkturinn í NetPC er kannski að DMI 2.0 (Desktop Manageinent Interface) er til staðar sem þýðir að fjarstýra má henni á alla kanta, meira segja slökkva og kveikja frá stjórnstöð. JÚNÍ1997 - 21

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.