Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 16
TOLVUMAL legur hlutur’. í málfræði merkir object hins vegar ‘andlag’ en í heimspeki ‘viðfang’. í almennri merkingu á viðfang eða viðfangs- efni einnig oft betur við en hlutur. Fá erlend heiti hafa verið oftar eða lengur til umræðu í orðanefnd en object og hvaða íslensk heiti geti samsvarað því. Ef við lítum á önnur tungumál þá er t.d. í frönsku merking orðsins objet og í dönsku merking orðsins ting næstum jafnfjölbreytileg og orðsins object í ensku. íslenska orðið hlutur er reyndar frá upphafi notað um óáþreifanleg fyrirbæri. I upplýsingatækni er oft álitamál hvort nota eigi orðið hlutur eða viðfang. Þetta á meðal annars við í hlutbundinni hugbúnaðargerð eða hlutbundinni forritun. Þegar orðanefnd hóf vinnu sína við hugtökin í hlutbundinni hug- biinaðargerð í fyrra var hún á þeirri skoðun að heitið viðfang ætti betur við en hlutur og viðfanga- forritun væri betra heiti en hlut- bundin forritun fyrir object-ori- ented programming. Eftir miklar umræður og að fengnu áliti tölvun- arfræðikennara í Háskóla Islands var þó virðingarröðinni snúið við og hlutur sett sem aðalheiti en viðfang sem samheiti. Hlutimir í hlutbundinni forritun hafa oft áþreifanlega hluti sem fyrirmynd, sem þeim er líkt við, en svo er þó alls ekki alltaf. Fyrir- myndin getur til dæmis verið reið- hjól en hún getur líka verið fundur. í þessum fræðum þarf að nota sameiginlegt heiti fyrir hvort tveggja. Og hlutur skal það heita en þó má blóta á laun og heimilt vera að kalla fyrirbærið viðfang kjósi einhver það frekar. Þessi heiti eru meðal annarra á fyrrnefndum lista: object hlutur, viðfang object interaction gagnvirkni hluta, gagnvirkni viðfanga object model hlutalíkan, viðfangalfkan object-oriented, OO hlutbundinn, viðfanga- Kviklegur og kyrrlegur Á listanum yfir heiti hlutbund- inna hugtaka eru nokkur samsett heiti þar sem ensku lýsingarorðin dynamic og static koma fyrir. Orðanefnd ákvað að leggja til að þessi ensku lýsingarorð yrðu þýdd með kviklegur og kyrrlegur en einnig mætti nota forliðina/cv/k- og kyrr- eftir því sem mönnum þætti fara betur hverju sinni. Utkoman varð þessi: dynamic bindingkvikleg binding, kvikbinding dynamic model kviklegt líkan, kviklíkan dynamic typing kvikleg tögun, kviktögun static binding kyrrleg binding, kyrrbinding static typing kyrrleg tögun, kyrrtögun Stefán Briem er ritstjóri Tölvuorðasafns og starfs- maður orðanefndar Skýrslu- tœknifélags Islands. Netfang: stefan @ ismal. hi. is Veffang Tölvuorðasafns: http://www. ismal. Iii. is/to/ Punktar... Fann föður sinn með aðstoð Netsins Þann 28. apríl hringdi rúm- lega fertugur íslendingur í mann sem hann hefur ekki séð síðan hann var tveggja ára. Sá sem svaraði var faðir manns- ins, búsettur á vesturströnd Bandaríkjanna og þar með var langri leit lokið og samband komið á milli sonar og föður, eina barns hans. Árangur þennan er meðal annars að þakka leitarvélum og símaskrám á Internetinu. Ættarnafn viðkomandi er sjaldgæft og eftir nokkrar til- raunir til að hafa uppi á ætt- ingjum föður mannsins fann hann bróðir hans á Netinu og þaðan á áfangastað. íslending- urinn hafði áður reynt að nota hefðbundnar leiðir til þess að finna föður sinn en tæknin kom til aðstoðar í þetta sinn, með þessum frábæra árangri. Hitaveita Reykjavíkur Grensásvegi 1 Sími: 560 0100 16 - JÚNÍ1997

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.