Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 3
Ritstjórnarpistill í þessu þriðja tölublaði Tölvumála 1997 er bryddað á þeirri nýjung að helga blaðið nánast eingöngu kynningarefni frá fimm tölvusölum, þ.e. Apple umboðinu, Digital á íslandi, Einari J. Skúlasyni, Nýherja og Opnum kerfum. Hvert þessara fyrirtækja fær aðgang að blaðinu með kynningarefni um þann tölvubúnað (biðlara og/ eða miðlara) sem það býður á markaðnum. Lesandinn þarf að sjálfsögðu að hafa það í huga þegar hann les greinarnar að þær eru skrifaðar af seljanda viðkomandi vöru en ekki af óháðum aðila. Það er engu að síður trú ritstjórnar blaðsins að umfjöllun sem þessi sé áhugaverð fyrir les- endur (Dess og gefi á þægiiegan hátt aðgang að fróðlegum upplýsingum um þann tölvubúnað sem viðkomandi fyrirtæki hafa að bjóða. Þar sem mikili fjöldi fyrirtækja starfar á þessum markaði var útilokað að bjóða þeim öllum aðgang að þessu blaði en ákveðið að bjóða fimm stærstu fyrirtækjunum að fjalla um þann tölvubúnað sem þau bjóða einnig vegna þess að þau eru um- boðsaðilar nokkura stærstu tölvuframleiðenda heims hér á landi. Samkvæmt dagatalinu hefur sumarið nú gengið í garð og viljum við í ritstjórn Tölvumála því óska öllum lesendum blaðsins gleðilegs sumars. Að venju tekur ritstjórnin sér frí yfir sumarið en kemur aftur til starfa í haust, hvíld og endurnærð. Þetta tölublað sem nú kemur út er því síðasta tölublað fyrir sumarfrí. Gísli R. Ragnarsson TÖLVUMÁL Tímarit Skýrslutæknifélag Islands Tölvumál er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um upplýsinga- tækni sem og fyrir málefni og starfsemi Skýrslutæknifélagsins. Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni blaðsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritstjórnar. Blaðið er gefið út 6 sinnum á ári í 1.100 eintökum. Prentun: ísafoldarprentsmiðja Aðsetur: Barónsstígur 5 101 Reykjavík Sími: 551 8820 Bréfsími: 562 7767 Heimasíða SÍ: http://www.skima.is/sky/ Netfang: sky@skima.is Ritstjóri og ábm.: Gísli R. Ragnarsson Aðrir í ritstjórn: Agnar Björnsson Einar H. Reynis María Ingimundardóttir Ólöf Þráinsdóttir Umbrot: Svanhildur Jóhannesdóttir Áskrift er innifalin í félagsaðild að Skýrslutæknifélagi íslands. EFNI 5 Frá formanni: Erlent samstarf HaukurOddsson 6 HP Unix vélar - Inn í nýja öld Sigurður Örn Gunnarsson 9 Staðall í bundnu máli 10 Kostnaður við rekstur tveggja stýrikerfa tölvuneta Sigurður Másson 13 Framsækni NCR vekur athygli Skúli Valberg Ólafsson 15 Frá orðanefnd Stefán Briem 17 Öryggi tölvu- og upplýsingakerfa Rúnar Karlsson 21 Tölvuumhverfi fyrir næsta áratug Helgi Örn Viggósson 27 Nettölvuhögun Oracle Elvar Steinn Þorkelsson 30 Breytt hlutverk PC netþjóna í nútíma netkerfum Jón Bjarki Gunnarsson 32 IBM Sysíem/390 - Stórtölvur Hjálmtýr Guðmundsson 33 Hraðbraut 64 frá iBM Heimir Erlingsson Tölvumál - 3

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.