Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Page 34

Tölvumál - 01.06.1997, Page 34
TOLVUMAL samvinnu við Apple Computer og Motorola, í öllum tölvum frá IBM. 64 bitar táknar meiri afköst en hægt er að ná með 16 bita og 32 bita örgjörvum. Með RISC næst einnig meiri vinnslugeta en bauðst með CISC hönnun (sem er m.a. að finna í eldri AS/400 og PC tölv- um), ekki síst vegna svokallaðra pípuvinnslu (pipelining), en með henni er skipun skipt upp í smærri þrep sem kerfið vinnur úr á broti af þeim tíma sem það þarf til að vinna úr allri skipuninni. Fjöldi skipana á mismunandi stigum get- ur verið á pípunni samtímis. Sérhæfður vélbúnaður til að hámarka afköstin gerir tölvukerfið óhjákvæmlega bæði flóknara og dýrara. Sú staðreynd stóð í mörg ár í vegi fyrir því að hægt væri að nota þessa tækni í venjulegum tölvukerfum. En árið 1976 samein- aði John Cocke hjá IBM einfald- aðan „load/store“ örgjörva með pípuvinnslu og þýðanda (com- piler) sem sá um að hámarka skip- anaflæðið. RISC örgjörvinn hafði litið dagsins ljós. Ef þýðandi er að mestu látinn um að mata pípuna er hægt að hafa vélbúnaðinn mun einfaldari og ódýrari. RISC örgjörvarnir sem eru á markaðnum í dag (þ.á.m. PowerPC) eru því gerðir þannig að þýðandi sem annast gæðingu (optimization) er sameinaður sjálf- um vélbúnaðinum. I útgáfu 2.3 kom IBM fyrst fram með ILE-þýð- endur (Integrated Language Envi- ronment), en með þeim næst sú gæðing sem er nauðsynleg fyrir RISC örgjörvana. IBM hefur einnig kynnt nýtt ILE-forritslíkan með gæðingu fyrir 64 bita RISC. Þegar AS/400 er keyrð með 64 bita RISC örgjörva nota öll fyrirliggj- andi forrit þetta ILE-líkan sjálf- krafa. Vegna þess að forritslíkanið er neðan við vélarviðmótið þarf engar breytingar á forritunum. Leiðin að sínýtanlegum hugbúnaði I tölvuiðnaðinum er stefnan nú að gera hugbúnað sínýtanlegan, aðallega vegna þess hve kostnað- arsamt og flókið það er að búa til ný forritakerfi. Til að ná þessu fram eru tölvufyrirtæki smátt og smátt að taka upp tvenns konar nýstárlega tækni - hlutbundna for- ritun (object oriented program- ming) og örkjarnastýrikerfi (mickokernel - based operating systems). Hlutbundin fomtun stuðlar að sínýtanlegum hugbúnaði með grunnrömmum (frameworks), sem myndar stofna eða meginhluta not- endaforrits. Þegar IBM og önnur fyrirtæki senda frá sér grunn- ramma geta forritahönnuðir ein- beitt sér að þeim sértæku aðgerð- um sem greina eitt fonit frá öðru og þurfa ekki að hugsa um annað. Greið leið Þegar til stóð að færa AS/400 yfir í 64 bita RlSC-vélbúnaðinn var ákveðið að umskrifa fyrirliggj- andi kjarna þannig að í honum yrðu margar nýjungar á hugbún- aðarsviðinu en það hefði ekki áhrif á fyrirliggjandi forrit eða OS/400 stýrikerfið. Nýi hugbúnaðurinn notar hlutbundna forritun til hins ítrasta og bætir þannig mjög afköst forritara og tryggir aukin gæði hugbúnaðar og tæknilegan grunn sem mun fylgja AS/400 inn í næstu öld. Markmið IBM er að AS/400 verði leiðandi á biðlaramarkaði- num. Það verður að teljast góð byrjun að nú þegar eru nær 3 milljónir PC-tölva tengdar AS/400 f heiminum. Með tilkomu grunnramma fyrir forrit og kerfi og möguleik- anum á að dreifa þeim yfir net miðlara og biðl- ara tekur AS/400 enn stórt stökk fram á við. Leið AS/400 notenda inn í framtíðina verður afar greið. Heimir Erlingsson er AS/400 sölufulltrúi hjá Nýherja hf. 34 - JÚNÍ1997

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.