Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 32

Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 32
TÖLVUMÁL IBM System/390 - Stórtölvur Eftir Hiálmtv Guðmundsson S/390 Fyrir nokkrum árum var mikið talað um að dagar stórtölvunnar væru liðnir. Sú spá hefur ekki ræst og raunar hefur aldrei selst jafn mikið af slíkum tölvum og síðasta ár og allt útlit er fyrir að enn fleiri seljist á þessu ári. Söluaukning á IBM System/ 390® milli áranna 1995 og 1996 mæld í afköstum er 65%, úr 324.300 MIPS 1995 í 535.000 MIPS 1996. Áætlað er að þetta ár verði salan 900.700 MIPS eða 68% stökk upp á við. Allt bendir til að þessi þróun haldi áfram út þessa öld (DM). Eitt af því sem átti hvað mestan þátt í þessu var ný gerð örgjörva, CMOS örgjörvar í stað Bi-polar örgjörva. Þessir nýju örgjörvar eru miklu ódýrari í framleiðslu og allur þróunarkostnaður hefur minnkað mjög mikið. SamfaraCMOS bylt- ingunni hefur verð á Sys- tem/390 tölvunum lækkað verulega og einnig hafa komið á markaðinn minni vélar en áður. Það er kannski svolítið villandi að kalla þetta stór- tölvur sem var þýðing á „Mainframe“ og nær að kalla þær System/390 eða S/390® tölvur en það er sú högun (architecture) sem liggur að baki þessum tölv- um. Þessar vélar eru ekki eins stórar að umfangi og áður var þó afköst þeirra hafi aukist. Helstu kostir CMOS vélanna er lægra verð, minni fyrirferð, léttari vélar, lægri bilanatíðni og þar með minni viðhaldskostnaður og síðast en ekki síst þá er rafmagns- notkun brot af því sem áður þekkt- ist í þessu umhverfi og við það hefur kæliþörf minnkað. Allt þetta þýðir mun lægri rekstrarkostnað. Ef bornar eru saman IBM 9021-900 og 9672-R84 kemur í Ijós að orkunotkun minnkar um 97%. Þörf fyrir gólfpláss minnkar um 94% í sama dæmi og viðhalds- kostnaður lækkar um allt að 70% en afkastaaukningin er 10 - 15%. Þetta þýðir aukna hagkvæmni S/ 390. Eins og áður segir hefur verð á vélbúnaði lækkað verulega og nú er talið að það lækki um 35% á ári (IDC). Auknir tengimöguleikar og fullur stuðningur við TCP/IP í CMOS vélunum hefur einnig stuðlað að auknum vinsældum þeirra. Með The Open System Adapter (OSA) hefur IBM fylgl þeirri þróun sem hefur orðið á sviði nettenginga. OSA er inn- byggður búnaður er gefur tengi- möguleika við ATM, Ethernet, Token Ring og Fiber Distributed Data Interface (FDDI) staðarnet (LAN). Enn einn góður kostur sem hefur alltaf fylgt S/390 er rekstrar- öryggi og það sem stundum er kallað þjónustutími (up-time). Flestar aðrar gerðir státa af allt að 97% þjónustutíma en í S/390 umhverfi er miðað við meira en 99,9% þjónustutíma 7 daga í viku og 24 tíma í sólarhring og með samtengingu slíkra tölva f „Paral- lel Sysplex“ er stefnt að 100% þjónustutíma kerfa. Ekki má gleyma því að mestur hluti þeirra gagna sem til eru f tölvutæku formi hjá fyrirtækjum er í S/390 umhverfi. Með tilkomu Internetsins og Lotus Notes hefur þessi þáttur orðið mjög mikilvæg- ur. Þess vegna líta fyritæki meir og meir til þessa umhverfis fyrir sína miðlara og það er staðreynd að miðlægar vinnslur eiga meira fylgi að fagna en var fyrir nokkrum árum. Nettölvan (Network Com- puter / Network Station) mun stuðla enn frekar að þessari þróun. Fyrirtækið Caterpillar veitir t.d. aðgang með vefrápara (Web- browser) að S/390 gagnagrunni með meira en 4,5 milljónum verk- fræðiteikninga. Markmið þeirra er að auka framleiðni og bæta þjón- ustu við birgja og umboðsmenn. Þeir líta svo á að kostir stórtölv- unnar séu ótvíræðir hvað varðar gagnaöryggi og aðgangsstjórnun og geta þannig notað núverandi gögn beint ásamt öryggiskerfi sínu 32 - JÚNÍ1997

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.