Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 31
TOLVUMAL í gangi. Diskastæður eru síðan byggðar upp með fullkomnum RAID SCSI stýrispjöldum sem auka enn á rekstraröryggið. Einnig má auka rekstraröryggi á annan máta heldur en með viðbótar vél- búnaði. Ymsar hugbúnaðarlausnir hafa verið þróaðar í gegnum tíðina. Hugbúnaðarog rekstraröryggi Novell hefur um árabil selt lausn fyrir PC netþjóna undir nafn- inu NetWare SFT-III. í raun er þar um að ræða speglun á milli tveggja netþjóna. Ef annar netþjónninn missir samband eða bilar tekur hinn við án þess að notandinn verði þess var. COMPAQ hefur kynnt lausnir fyrir Microsoft NT eins og Online Standby Recovery Server sem byggir á svipaðri hugmynd og SFT-III, þ.e. tveir svipaðir COM- PAQ netþjónar styðja hvor annan og við bilun flyst þjónustan sjálf- krafa yfir á annan hvorn þjóninn. Einnig hafa komið fram margar spennandi nýjungar á þessu sviði. Microsoft og COMPAQ kynntu nýverið í sameiningu eina þeirra, framtíðarlausn fyrir Microsoft Windows NT sem byggir á klösun. Þar er um að ræða nýjung sem ber heitið Microsoft Wolfpack. Aætlað er að Wolfpack komi á markað á næsta ári og mun það verða hluti af stýrikerfinu Windows NT 5.0 sem væntanlegt er frá Microsoft. Helstu kostir klösunar eru: 1. Aukið rekstraröryggi með sam- tengingu tveggja eða fleiri véla. Báðar/allar hafa sín eigin verk- svið en taka yfir verksvið ann- arra véla ef um bilun er að ræða. 2. Álagsdreifing. Afkastageta netþjóna er látin flæða á milli verksviða. 3. Mikill sveigjanleiki. M.a. má bæta við PC netþjóni ef þörf er á auknu heildarafli. Að síðustu má nefna að COM- PAQ hefur, í samvinnu við leiðandi aðila á markaðnum, unnið að nýjum staðli, svokölluðum Hot Plug PCI, sem gerir okkur kleift að taka úr og skipta um stækkunar- kort í PCI raufum meðan vélin er í gangi. Þetta mun enn frekar tryggja stöðu PC netþjónsins sem áreiðanlegs og ómissandi hlekks í nútíma tölvuumhverfi. En hvað með aflið? I gegnum tíðina hafa hinir hefðbundnu UNIX miðlarar sem byggja á RISC högun haft all- nokkurt forskot á PC netþjóna þegar kemur að afli og reiknigetu. En með markaðssetningu Intel Pentium Pro örgjörvans má segja að dregið hafi saman með þessum tveimur leiðum. Mælingar óháðra aðila eins og TPC (Transaction Processing Counsil) hafa sýnt með óyggjandi hætti að PC netþjónninn hefur skotið mörgum af eldri RISC miðlurunum ref fyrir rass svo um munar. Bæði hvað varðar hraða (færslur á mínútu eða tpm-C) sem og verð á hraðaeiningu ($/tpmC). Framtíðin Fá svið framleiðslu og þróunar breytast jafn ört og einmitt það svið sem hér hefur verið fjallað um. Margar spennandi nýjungar eru á næsta leiti og samkeppnin er geysihörð. Mikla athygli vakti þegar COMPAQ og Microsoft sýndu í sameiningu klösun á PC netþjónum með Wolfpack viðbót- inni í desember s.l. Þar sjá menn fyrir sér að ofurtölvukeifi framtíð- arinnar standi saman af mörgum „miðlungs“ öflugum PC netþjón- um sem með klösun vinni saman að ákveðnum verkefnum. Einnig eru að koma fram nýjungar hvað varðar notkun á ljósleiðaratækni innan veggja net- þjónsins eins og t.d. í diskstýr- ingum og samskiptabúnaði. Þetta er nauðsynlegt skref ef nýta skal klösun netþjóna til fullnustu. Mynd 2. Compaq Proliant 2500 netþjónar í skáp Það er ljóst að athygli mark- aðarins mun næstu árin beinast að öflugum og áreiðanlegum PC net- þjónum í æ ríkari mæli. Forsendur fyrir farsælli framtið þeirra eru fyrir hendi og nú er aðeins að bíða og sjá hvert þróunin leiðir okkur. Jón Bjarki Gunnarsson starfar hjá Tæknivali hf. sem vörustjórnandi fyrir COM- PAQ vörur. JÚNÍ1997 - 31

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.