Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.06.1997, Blaðsíða 28
T • Fyrir óháða og innanhús þróun- araðila er NCA umgjörð sem samþáttar nýja, sem og eldri hugbúnaðareiningar og frjálst val varðandi tækni til að búa þær til. Sú opna högun sem að NCA býður upp á veitir þróun- araðilum algjört frelsi til að nota sín uppáhaldsverkfæri til að þróa áreiðanlegar, aðgengi- legar, þjónustuvænar og út- víkkanlegar lausnir. • Fyrir yfirmann upplýsingamála tryggir NCA þægilegt keyrslu- umhverfi og einfaldar til muna alla umsýslu nýrra öflugra kerfa. • Fyrir stjómendur stendur NCA fyrir mjög hagkvæma leið til að koma fram með öfluga tækni og nýta hana með núverandi fjárfestingu í vélbúnaði og hug- búnaði, og lágmarka áfram- haldandi þróunar- og viðhalds- kostnað. • Fyrir forstjóra og fram- kvæmdastjóra veitir NCA hugarró þar sem um öruggan og vel studdan hugbúnað er að ræða, sem þróast hefur frá þrautreyndri Oracle tækni og tekur tillit til víðtækustu stöðl- unar sem þekkist á sviði hug- búnaðar, með því að styðja flesta þá opnu staðla sem not- aðir eru. NCA brúar bilið milli núver- andi umhverfa og næstu kynslóðar umhverfa þar sem dreifð upplýs- ingakerfi geta auðveldlega verið smíðuð, rekin og stjómað með því að nota hluti frá mörgum hugbún- aðarframleiðendum. Þetta vinnst með því blanda saman: • útvíkkunareiginleikum hins hlutbundna heims • trúverðugleika biðlara-miðlara heimsins • einfaldleika vefumhverfisins og Intemetsins Þessi þrjú lykilatriði eru kjarn- inn í því tækniumhverfi sem öll upplýsingakerfi skulu byggja á í dag. NCA nýtir sér loks tölvunetið til einhvers annars en að vera bara flutningsbraut, heldur sem um- hverfi fyrir raunveruleg upplýs- ingakerfi. NCA krefst þessi ekki að eitt umhverfi „vinni“ (þ.e. verði alls ráðandi) og hafi þar með alls- herjar yfirráð (sbr. Microsoft). NCA er engin ný tækni, heldur endurnýting á öllu því besta sem markaðurinn hefur hefur ákveðið að sé umhverfi framtíðarinnar og L jafnframt leiðarvísir um það hvemig þangað skuli komast. Sem sagt umgjörð sem sameinar hina misleitu heima biðlara-miðlara, vefsins og dreifðu hlutbundnu tölvuvinnslu og gerir þeim kleift að deila með sér högun sem byggir á núverandi stöðlum. NCA var fyrst kynnt opinber- lega fyrir rúmu hálfu ári síðan af Oracle Corp. Þessi högun snýst um tækni, en fyrir stjórnendur snýst þessi högun auðvitað um það að fara betur með rekstrarfjármuni. NCA tryggir það að hægt er að nýta alla biðlara sem fjárfest hefur verið, og einnig þá sem hefur hefur verið lagt til hliðar, eins og 386/ 486 tölvum sem hefur verið kastað á glæ fyrir nýjar og öflugar stór- tölvur af Pentium gerð. NCA getur nýtt áfram alla þá fjárfestingu í hugbúnaði og vélbúnaði, sem lagt hefur verið út í. NCA gerir alla vinnslu miðlæga á miðlurum, og alla biðlara að þunnum biðlurum. Meira að segja með nettölvu (sem telst vera þunnur biðlari), sem kostar á bilinu $300-$700, er hægt að vinna áfram í MS Office og öllum þeim Windows95/NT hug- búnaði sem fjárfest hefur verið í. Það er gert með því að keyra allan Windows husbúnað miðlægt á 28 - JÚNÍ1997

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.