Tölvumál - 01.02.2000, Side 6

Tölvumál - 01.02.2000, Side 6
Frá formanni Samkeppnin Fjarskiptafyrirtækin hafa líkt og bankarnir verið áberandi í fjölmiðlum en samruni fjarskipta- og tölvutækni er að skapa nýja möguleika í lækkun kostnaðar og í auk- inni þjónustu. Víða innan stærri fyrirtækja hér á landi er verið að sameina þessi mál undir sama hatti til þess að unnt sé að samhæfa þessa mikilvægu þætti. Þrátt fyr- ir öll tilboðin og hamaganginn í fjölmiðl- um má spyrja hvort að raunveruleg sam- keppni í fjarskiptum sé komin á Islandi þegar einungis einn strengur liggur til landsins með takmarkaðri bandbreidd. A þetta var meðal annars bent í ágætri skýrslu sem unnin var fyrir ríkisstjórnina og nýlega kom út. Skýrslutæknifélagið hefur að undanfömu lagt sig fram um að upplýsa félagsmenn um þessa þróun en það liggur við að halda þurfi ráðstefnur mánaðarlega um þetta efni, svo hratt breytast aðstæður í fjarskiptatækni um þessar mundir. Nú eru Ijarskiptafyrirtækin að hasla sér völl í hýsingu og rekstri upp- lýsingakerfa. Hér er kominn áhugaverður valkostur fyrir þá sem ekki leggja upp í þá þrautagöngu að setja sjálfir upp kerfi á eigin búnaði en kjósa að leigja sér aðgang að uppsettum kerfum hjá sérhæfðum þjón- ustuaðilum. Þetta er rnjög áhugavert við- fangsefni og hyggst félagið gera því skil á vormánuðum. Oskar B. Hauksson er forstöðumaður upplýs- ingavinnslu Eimskips og formaður Skýrslutæknifélags Islands oz.com NÝSKÖPUNARSJÓÐUR VKS VERK-OG KERFISFRÆÐISTOFAN HF RÁÐCJÖF • HUGBÚNAÐARÞRÓUN • TÖLVUKERFI 6 lolvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.