Tölvumál - 01.02.2000, Side 13
WAP
WAP æðið og Waporizer
Guðmundur Hafsteinsson
WAP er safn slaðla
sem gerir „litlum"
þráðlausum tækjum
kleift að tengjast Inter-
netinu
Eins og má búast við
af nýrri fækni er út-
færslan á WAP mjög
óþroskuð enn sem
komið er
Eins og komið hefur fram í fjölmiðl-
um undanfarna daga er WAP tækn-
in að ryðja sér til rúms á íslenska
farsímamarkaðnum. En hvað er WAP og í
hverju felst þessi tækni?
WAP stendur fyrir Wireless Application
Protocol og er samstarfsverkefni Nokia,
Ericsson og fleiri stórra fyrirtækja á íjar-
skiptasviðinu (sjá http://www.wapfor-
um.org/who/members.htm). WAP er safn
staðla sem gerir „litlum“ þráðlausum
tækjum kleift að tengjast Internetinu. Með
„litlum“ tækjum er átt við tæki sem hafa
litla bandbreidd, lítið reikniafl miðað við
borðtölvur, takmarkaðan skjá og takmark-
aða inntaksmöguleika. Farsími er dæmi
um tæki sem fellur vel að þessari lýsingu.
WAP er lagskiptur samskiptastaðall og
nær allt frá framsetningarlaginu niður að
burðarlaginu. Burðarlagið er ekki hluti af
WAP staðlinum þar sem gert er ráð fyrir
að WAP geti keyrt á mismunandi fjar-
skiptakerfum. WAP keyrir nú ýmist á
UDP (User Datagram Protocol) eða SMS
(Short Messaging System?). Allar endur-
bætur á notagildi WAP ntunu felast í
breytingum á burðarlaginu.
Sá hluti WAP sem snertir flesta er fram-
setningarlagið en þar er skilgreint nýtt
framsetningarmál sem kallast WML
(Wireless Markup Language) og er byggt
á XML. WML er um margt líkt og
HTML, en er sérstaklega sniðið að því að
birtast á litlum skjárn og er mun einfaldara
en HTML, t.d. er ekki boðið upp á liti eða
neitt þess háttar. WML gerir ekki miklar
kröfur til bandbreiddarinnar og hentar því
mjög vel í því umhverfi sem WAP er ætl-
að.
í dag eru fáir farsímar sem styðja WAP
staðalinn en þeim mun fjölga ört á næstu
mánuðum og er spáð að eftir nokkur ár
muni fleiri hafa aðgang að Internetinu frá
farsíma heldur en frá borðtölvu.
WAP í dag
Eins og má búast við af nýrri tækni er út-
færslan á WAP mjög óþroskuð enn sem
komið er. Þeir sem vilja nýta sér þjónustu
WAPsins þurfa að hringja í þjónustuaðila
(ISP) og vera sítengdir á meðan verið er
að „vappa“ um netið. Einnig er band-
breiddin mjög takmörkuð (9600 b/s) og
hraðinn því ekki mikill. Ennfremur er ekki
hægt að nýta sér ýmsa möguleika sem
rnunu verða í boði í framtíðinni eins og að
auðkenni tengist símanúmerinu, gögnum
sé ýtt í símann (push tækni) eða að upp-
lýsingar séu veittar út frá staðsetningu
símans.
WAP væðing fyrirtækja
Fyrirtæki og stofnanir sem vilja bjóða
WAP símaeigendum þjónustu sína hafa
nokkra kosti. Það liggur beinast við að
búa til WAP vef á sama hátt og hefð-
bundnir HTML vefir eru búnir til nú. Þessi
leið hefur hins vegar nokkra ókosti. Gerð
WAP vefs kostar álíka rnikið og smíði
HTML vefs, tekur mikinn tíma og veldur
því að fyrirtækið þarf að halda við tveimur
vefum í stað eins áður.
Einnig er hægt að varpa HTML síðum,
sem til eru, sjálfkrafa yfir í WML. Þessi
aðferð hefur verið þó nokkuð rannsökuð
en allir hafa komist að þeiiTÍ niðurstöðu að
þessi leið sé ónothæf í nær öllum tilfellum
vegna þess grundvallarmunar sem er á
skjá farsíma og á skjá borðtölvu. Sjálf-
virka vörpunin getur aldrei vitað hvað á að
birtast og hvað ekki.
Sú leið sem Dímon-hugbúnaðarhús ehf.
hefur þróað er hönnuð til að einfalda þessa
WAP væðingu, þ.e. stytta tímann sem hún
tekur, minnka stofnkostnaðinn og korna í
veg fyrir að fyrirtæki þurfi að halda við
tveimur vefum.
Waporizer
Waporizer er hugbúnaður sem Dímon-
hugbúnaðarhús ehf. hefur þróað og er ætl-
aður til að auðvelda fyrirtækjum að korna
inn á WAP markaðinn með þjónustu sína.
Waporizer virkar í stuttu rnáli þannig að
hann varpar HTML síðum í WML síður
samkvæmt fyrirfram skilgreindum vörp-
unum.
Waporizer hegðar sér gagnvart vefþjón-
Tölvumál
13