Tölvumál - 01.02.2000, Blaðsíða 21
Windows 2000
Microsoft hefur sett
Terminal Server eins
og hann þekktist í
NT 4.0 beint inn í
Windows 2000
Server kjarnann og
gert það að hluta
stýrikerfisins
gagnrýnt fyrir eru óstaðlaðir og
ósamhæfðir reklar. Þetta er Microsoft búið
að laga í Windows 2000. Bæði er Windows
2000 „Plug and Play“ og svo eru einnig
allir reklar sem ganga á Windows 2000
kornnir með „Digital Signature“, þ.e.a.s. ef
reynt er að setja inn rekil sem ekki hefur
verið prófaður af Microsoft og fengið
vottun (Digital Signature) kemur fram
aðvörun á skjáinn þess efnis að verið sé að
setja inn óstaðlaðan rekil. Með þessu móti
losnar notandinn við að þurfa að hætta á að
setja inn rekil sem gæti gert stýrikerfið
óstöðugt.
Windows 2000 Terminal Services
Terminal Services byggir á hugtakinu um
nettölvuna, þ. e. einn eða fleiri netþjónn sjá
alfarið um alla vinnslu fyrir notandann þar
sem að notandinn keyrir allan hugbúnað á
netþjóninum en ekki á útstöðinni. Með
þessu móti er hægt að notast við tiltölulega
viðhaldsfríar vélar fyrir notandann. Hægt
er að taka gamla vél og nota hana fyrir
notandann. Terminal Service hentar einnig
vel þegar verið er að keyra svo kallaðar
„Thin Client" vélar. Þessar vélar keyra
Windows CE stýrikerfið frá Microsoft og
eru í flestum tilfellum mjög litlar og
viðhaldslausar. Þessi gerð uppsetningar
gerir minni kröfur um viðhald á útstöðvum.
Microsoft hefur sett Terminal Server
eins og hann þekktist í NT 4.0 beint inn í
Windows 2000 Server kjarnann og gert það
að hluta stýrikerfrsins. Netstjómendur geta
nú gert notendum kleift að keyra allra
nýjustu Windows fonátin á vélum sínum án
þess að það þurfi að setja þau sérstaklega
upp á útstöðvunum, forritin eru sem sagt
keyrð á netþjóninum en ekki á útstöðvun-
um. Þegar Terminal Services er ræst í
Windows 2000 þurfa netstjórnendur aðeins
að setja forritin upp á miðlaranum og not-
endur fá þar með aðgang að notkun þess.
Ert þú að missa af
viðskiptum?
Talið er víst að viðskipti á Netinu væru miklu meiri ef söluaðilar tryggðu
betur öryggi í þeim en nú er gert.
Algengast er að svokallað SSL kerfi sé notað en það getur ekki
tryggt öryggi þitt á vefnum þó að dæmi séu um að á vefsíðum sé
fullyrt að SSL sé 100% öruggt. Þess vegna hefur VISA í samvinnu
við samstarfsaðila þróað nýtt og öruggt kerfi eða SET sem er eina
kerfið í dag sem tryggir algjörlega öryggi I verslun á Netinu bæði fyrir
söluaðila og korthafa.
Nokkur atriði
sem vert er að skoða: SET SSL
^ Korthafi er viss um að hann er að versla við réttan söluaðila V
2 Söluaðili er viss um að korthafi er sá sem hann segist vera V
3. Tvöföld stafræn undirskrift á færslu V
4_ Einungis réttir aðilar komast í upplýsingar um kort og korthafa V
g Yfirlit í skjáveski korthafa um hvað er greitt fyrir og hvenær V
Dulkóðaðar upplýsingar sendar yfir Netið V
Frekari upplýsingar hjá Fyrirtækjasviði VISA sími 525 2012 og á www.visa.is
V/SA
'WEEMH