Tölvumál - 01.02.2000, Side 20

Tölvumál - 01.02.2000, Side 20
Windows 2000 A4eð „IntelliMirror" geta netstjórnendur einnig beitt einræðis■ stjórn hvað varðar uppsetningar og gögn notenda Eitt af erfiðustu og kostnaðarsömustu verkum netstjóra í dag er að dreifa nýju stýrikerfi á útstöðvar í fyrirtækjum utan um allar þessar upplýsingar og gerir það að verkum að netkerfið verður auðveldara í notkun. A vef Microsoft er að finna ítarlegar upplýsingar um „Active Directory“ og leiðbeiningar um hvernig best sé að inn- leiða það inn í starfsumhverfi fyrirtækja. Yfirlií yjirActive Directory http://w ww.microsoft.com/WINDOW S 2000/guide/server/features/dirlist.asp Spurningar og svör http://www.microsoft.com/WINDOWS 2000/beta/faqs/adfaq.asp Tœkniupplýsingar http://www.microsoft.com/windows 2000/library/technologies/activedirectory/ default.asp http://www.microsoft.com/technet/win 2000/managad.asp IntelliMirror „IntelliMirror“ gerir netstjórnanda kleift að stýra uppsetningum á hugbúnaði og notendum miðlægt. Hann heldur utanum persónubundnar notendaupplýsingar, notendahugbúnað ásamt skjölum notenda. Með „IntelliMirror" geta netstjórnendur einnig beitt einræðisstjórn hvað varðar uppsetningar og gögn notenda. Þetta getur m.a. tryggt að notendur skemmi ekki óviljandi uppsetningar. Þannig er hægt að tryggja notendum aðgang að gögnum og tækjum til að Ijúka verkefnum jafnvel þó að verið sé að nota tölvu einhvers annars. Einnig er mjög auðvelt að skipta um vél hjá notendanum ef verið er að uppfæra vélbúnaðinn eða bilun hefur orðið. Annar kostur við „IntelliMirror“ er sá að þegar notandinn er með ferðavél eru skjöl hans bæði geymd á henni og netþjóninum. Þetta kemur sér vel fyrir þá sem eru mikið á ferðinni. Segjum t.d. að notandinn sé staddur á fundi með vélina og gerir breyt- ingu á markaðsáætlun sem hann er með án þess að vélin sé tengd netinu, þá uppfærast þær breytingar sem gerðar voru á markaðs- áætluninni á netþjóninn þegar notandinn tengist netinu næst. Athugið - til að „IntelliMirror“ virki þurfa bæði vinnu- stöðvar og netþjónn að keyra Windows 2000. Hér eru ítarlegri upplýsingar um IntelliMirror: http://www.microsoft.com/WINDOWS 2000/guide/server/solutions/management. asp Remote OS Installation (miðlæg dreifing ó Windows 2000) Eitt af erfiðustu og kostnaðarsömustu verkum netstjóra í dag er að dreifa nýju stýrikerfi á útstöðvar í fyrirtækjum. Microsoft hefur hannað tól sem kallast „Remote OS InstaIlation“ til að auðvelda þessa vinnu.Windows 2000 Remote OS Installation, er byggt upp á Remote Installation Services (RIS) tækninni sem gerir netstjórnendum kleift að dreifa stýri- kerfi á allar vélar innan fyrirtækisins án þess að þurfa að fara á hverja vél. Þetta er gert með því að nota tölvur sem hafa „PXE-based remote boot“ tæknina frá Intel (eins og er er þessa tækni aðeins að finna í Compaq tölvum). Það eina sem notandinn þarf að gera er að ýta á „F12“ á lyklaborð- inu og ræsir þar með uppsetningarferlið fyrir stýrikerfið. Ef tölvan er ekki með „PXE-based remote boot“ tækninni þá getur netstjórnandinn látið „Remote OS Installation" tólið búa til ræsi diskettu fyrir útstöðvarnar. Með þessu sparast sú vinna og kostnaður sem fylgir því að netstjórn- andinn þurfi að setja upp hverja tölvu sjálfur. Þetta kemur einnig að góðum notum ef setja þarf upp stýrikerfi útstöðvar upp á nýtt. Hér er meiri fróðleikur um þetta nýja tól: http://www.microsoft.com/WINDOWS 2000/library/planning/management/remote steps.asp MMC Þó að Microsoft Management Console (MMC) hafi fyrst kornið fram í „Windows NT 4 Option Pack“, þá er það algjörlega gegnumgangandi í Windows 2000. Nærri því öll stjórnun miðlara og netsins er gerð í MMC notendaviðmótinu, svo sem staðar- og netsgeymsla, notendaskilgreiningar og vélbúnaðarstillingar. Fyrir þá sem vilja fræðast meira um læt ég fylgja hlekk: http://www.microsoft.com/windows2000/ library/planning/management/mmcsteps. asp Staðlaðir reklar Eitt af því sem að Microsoft hefur verið 20 Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.