Tölvumál - 01.02.2000, Side 24
Skýrsla stjórnar
Skýrsla stjórnar fyrir órið 1999
Oskar B. Hauksson, formaður Sl, flutti á aðalfundi 14. febrúar 2000
Alls sóttu 1353
manns hefðbundna
fundi og ráðstefnur fé-
lagsins og komu að
meðaltali I 13 á
hvern atburð
Vonast er til að fleiri
faghópar verði
stofnaðir á árinu
Síðasta ár var að venju viðburðaríkt í
starfsemi Skýrslutæknifélagsins og
enn var slegið met í aðsókn að at-
burðum sem haldnir voru á vegum þess.
Segja má að brotið hafi verið blað í sögu
félagsins með þátttöku okkar í útgáfu á
svokölluðum Tölvuökuskírteinum eða
European Driving Licence. Rekstur skrif-
stofu var efldur verulega með ráðningu
starfsmanns í hálft starf en við það skapast
ný tækifæri til að þjóna okkar félags-
mönnum enn betur. Ritstjórn starfaði að
krafti og glíman við 2000 vandann var í
brennidepli.
Ráðstefnu- og fundahald
Ráðstefnu- og fundahöld voru að venju
fyrirferðamest í starfsemi félagsins.
Haldnir voru 7 hádegisfundir og var fjall-
að um mál sem voru í brennidepli. 2000
vandanum voru gerð skil á þremur fund-
um auk þess sem fjallað var um fjarskipta-
mál, gengi hlutafjár í tölvufyrirtækjum og
tölvukerfi íslenskrar erfðagreiningar. Alls
sóttu 656 manns þessa fundi eða 94 manns
að meðaltali og verður það að teljast ágæt
þátttaka.
RáðstefnuhaJd var einnig líflegt og hélt
félagið alls 5 hefðbundnar ráðstefnur sem
697 sóttu. Að auki var haldin tveggja daga
ráðstefna og sýning, UT99, um upplýs-
ingatækni í skólastarfi. Ráðstefnan var
haldin í samvinnu við menntamálaráðu-
neytið en hana sóttu 602 manns.
Eins og oft áður er Skýrslutæknifélagið
fyrst til að kynna nýjungar í upplýsinga-
tækni hér á landi. Dæmi um það er Linux
ráðstefnan sem vakti mikla athygli þar
sem fengnir voru helstu gúrúar á þessu
sviði til að fræða félagsmenn. Á haustráð-
stefnu félagsins var fjallað um ýmsan nýj-
an tæknibúnað sem er að ryðja sér braut
inn í íslenskt samfélag m.a. WAP síma. Á
jólaráðstefnunni fengum við svo að sjá
skrifstofu framtíðarinnar þar sem búið er
að tölvuvæða veggi, fundarborð og skrif-
stofustóla og var fróðlegt að bera þá sýn
saman við aðstæður í árdaga upplýsinga-
byltingarinnar.
Haldin var ráðstefna um verkefnastjórn-
un í upplýsingatækni í samvinnu við Verk-
efnastjórnunarfélagið. Ljóst er að mjög
brýnt er að efla þennan þátt í upplýsinga-
verkefnum þar sem mörg verkefni fara
langt fram úr áætlun í tíma og kostnaði.
Brugðið var út frá venju og haldin heils-
dags ráðstefna um mælaborð stjórnand-
ans, vöruhús gagna, og var sú ráðstefna
mjög vel sótt.
Eins og áður segir var sett met í aðsókn
á árinu en alls sóttu 1353 manns hefð-
bundna fundi og ráðstefnur félagsins og
komu að meðaltali 113 á hvern atburð.
Þetta þýðir að aðsókn hefur aukist í heild
um 10% á milli ára og meðalaðsókn á
fund um 8%. Þessar tölur eru að sjálf-
sögðu enn hærri ef að skólaráðstefnan er
tekin með í reikninginn.
Útgófumál
Utgáfa Tölvumála er ein af meginþáttum í
þjónustu við félagsmenn en alls voru gefín
út 5 tölublöð, samtals 206 blaðsíður með
58 greinum. Ritstjórnin er óvenju kraft-
mikil og vakti til dæmis blaðið um Inter-
nettækni mikla athygli. Þar sameinuðust
málspekingar félagsins og ungir pennar í
því að gefa út óvenju áhugavert blað.
Tengslin á milli ritstjórnar og stjórnar
félagsins voru styrkt verulega með inn-
komu Einars Reynis, ritstjóra Tölvumála, í
stjórn félagsins.
Enn má gera betur í auglýsingasöfnun
fyrir blaðið og eru miklar vonir í þeim
efnum bundnar við viðbótarstarfskraft á
skrifstofu félagsins. Stefnt er að því að
auglýsingar standi undir útgáfukostnaði
Tölvumála.
Tölvuökuskírteini — TOK
Skýrslutæknifélagið hefur í tvö ár unnið
að undirbúningi þessa máls en með aðild
okkar að Evrópusamtökum upplýsinga-
tæknifélaga, CEPIS, opnaðist sá mögu-
leiki að innleiða tölvuökuskírteinið hér á
landi. Um er að ræða alþjóðlegt hæfnis-
skírteini þar sem staðfest er þekking á
helstu þáttum í almennri tölvukunnáttu.
24
Tölvumál