Tölvumál - 01.02.2000, Blaðsíða 12
Myntkort
Lausnir ehf. Slóðir á heimasíður erlendu
fyrirtækjanna eru eftirfarandi:
www.gdm.de og www.atos-group.de.
Utstöðvar söluaðila
Eins og fyrr segir eru á annað hundrað
framleiðendur útstöðva með vottun fyrir
Geldkarte og þar á meðal eru öll helstu
fyrirtæki sem boðið hafa posa og jaðar-
tæki á íslenska markaðinum hingað til. Því
má ætla að söluaðilar geti valið sér búnað
að eigin höfði og að virk samkeppni nruni
ríkja á þeim markaði sem flestum til hags-
bóta. Einnig má gera ráð fyrir samkeppni
um hið lausa vinnslurými sem er á ör-
gjörvanum í upphafi eins og kemur fram
hér á eftir.
Viðbótarlausnir
Eins og fyrr segir þá gefur það, að hafa
öflugan örgjörva á handhægu plastkorti,
fjölbreytta notkunarmöguleika á ýmsum
sviðum. Klink myntkortakerfíð er bara eitt
dæmi um hvernig nýta má snjallkortið og í
þessu lilfelli notar það einungis hluta af
því 16K minni sem fyrir hendi er á ör-
gjörvanum. Akveðið hefur verið að styðj-
ast við þýskan staðal, sem heitir „Space
Manager 2“ fyrir utanumhald og umsýslu
viðbótarlausna. Uppi eru hugmyndir um
ýmsar viðbótarlausnir sem nýta hið lausa
rýrni en þær eru mislangt kornnar á þróun-
arbrautinni. Ein snýr að fyrrnefndri HBCI-
hleðslu yfir Internetið, önnur að öryggis-
lyklakerfi m.a. til að efla öryggi netlausna
bankanna. Einnig eru áform uppi um að
hafa á kortinu frá upphafi rafræn miða-
kerfi og tryggðarpunktakerfi. Það er hins-
vegar ljóst að frá upphafi verður á hverju
korti svokallað „free market place“. Það er
ónotað rými þar sem útgáfubanki kortsins,
í samvinnu við áhugaaðila á markaðnum
og seljanda tæknilausna, getur boðið uppá
sértæka viðbótarlausn og það fleiri en
eina. Slfk lausn gæti nýst viðkomandi í
keppninni um hylli neytenda á síharðnandi
markaði tæknisamfélagsins. Er næsta víst
að þar munu snjallkort koma æ meira við
sögu er fram líða stundir. Vönandi er Klink
bara eitt skref í átt til þess að bæta hag-
kvæmni og skilvirkni ýmissa kerfa og
auka þægindi neytenda, söluaðila og
þeirra, sem selja og skapa tæknilausnir,
auk íslenskra banka og sparisjóða, til
hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild.
Kjartan Jóhannesson er forstöðumaður á
kerfissviði Reiknistofu bankanna.
Hann hefur tekið þátt í undirbúningi
Klink-verkefnisins frá árinu 1998.
Klink
OS390
12
Tölvumál